Dagskrá Sumarskóla Lífspekifélagsins 23. - 25. júní

 

Dagskrá Sumarskólans:


Föstudagur 23. júní
15:00 – 16:00 Síðdegiskaffi
16:30 Tónlist í Kapellu
17:00 Erindi. Jón Ellert Benediktsson
fjallar um Rödd þagnarinnar
18:15 – 19:15 Kvöldmatur
19:30 Erindi. Halldór Haraldsson:
Óþekktari hliðar á J. Krishnamurti
21:00 Kvöldhressing
21:30 Umræða: Ofbeldi, ofstæki eða friður

Laugardagur 24. júní
8:00 Hugleiðing
9:00 – 10:00 Morgunverður
10:00 - 11:00 Spjall. Birgir Bjarnason: Hver er ég? Einfalda útgáfan
11:45 - 12:45 Hádegisverður
13:00 - 13:15 Halldór Haraldsson kynnir nýútkomna bók: Ljóð Inkans. Þetta eru nær 500 ára gömul ljóð sem fundust í gullnu skríni.
Úlfur Ragnarson þýddi úr dönsku.
Bókin verður til sölu á kr. 2000-
14:00 Erindi frá 1981. Sigvaldi Hjálmarsson af hljóðdiski: Hvað er kyrrðin?
15:00 – 16:00 Síðdegiskaffi
17:00 Erindi. Björg Einarsdóttir: Á slóðum Teresu frá Avila og Jón af Krossi
18:15 – 19:15 Kvöldmatur
19:30 Erindi. Haraldur Erlendsson: Mandalan (Jung) og Sri Yantra
21:00 Kvöldhressing
21:30 Tónlist. Hilmar Örn Agnarsson og Björg Þórhallsdóttir, söngkona

Sunnudagur 25. júní
8:00 Hugleiðing
9:00 – 10:00 Morgunverður
10:00 - 11:00 Samveru slitið / spjall
11:45 - 12:45 Hádegisverður


Vakandi athygli og líðandi stund - Grein eftir Önnu Valdimarsdóttur

 


Vakandi athygli og líðandi stund

 

Leið athyglinnar sem Búdda útlistaði svo nákvæmlega fyrir lærisveinum sínum gerir ráð fyrir að tekinn sé frá ákveðinn tími á dag til að rækta huga sinn með kerfisbundnum hætti. En fyrir okkur, önnum kafið nútímafólk sem stendur margháttuð afþreying til boða heima í stofu, reynist það oft þrautin þyngri að taka frá tíma í “að gera ekki neitt” eins og sumum finnst formleg hugleiðsla vera.

Þess vegna er gott til þess að vita að fleiri leiðir eru að markinu. Markinu sem er líka leiðin: Að efla núvitund og vakandi athygli (mindfulness), vera oftar “til staðar” heilshugar á andartakinu sem er að líða.

Það er athyglivert að margir hugsuðir hafa lagt mikla áherslu á það að vera í núinu. Andartakið sem er að líða einmitt núna er raunveruleikinn. Líf þitt er hin líðandi stund. Þetta erum við minnt á aftur og aftur en margur önnum kafinn Vesturlandabúinn hristir höfuðið og spyr: Í hvaða heimi lifir sá sem þannig talar? Líðandi stund er ekki raunveruleikinn. Verkefnið sem ég þarf að skila í næstu viku er minn raunveruleiki. Skuldin sem ég þarf að greiða um mánaðamótin er enn naprari veruleiki svo ekki sé talað um ósættið í fjölskyldunni sem er ekki enn til lykta leitt. Þetta tal um að lífið sé líðandi stund – er það nokkuð annað en veruleikafirring þeirra sem vita ekki hvað lífið er – þeirra sem eyða ævi sinni á vernduðum vinnustað innan klausturmúra eða horfa á lífið gegnum rósrauð, kringlótt hippagleraugu sem eru löngu komin úr tísku eins og dönskusletturnar?

Stutta svarið við spurningum efasemdarmannsins er: Þú verður hamingjusamari með því að upplifa fleiri stundir sem veruleika hér og nú í stað þess að vera annars hugar, niðursokkinn í eftirsjá eða áhyggjur á meðan lífið – og stundin fer fram hjá þér.

Sú stund kemur aldrei aftur sem einu sinni var. Þessa ljóðlínu er að finna í kvæði eftir Halldór Laxness og hana má túlka á þann veg að ljóðmælandinn vilji vekja okkur til vitundar um dýrmæti stundanna í lífi okkar.

Við vitum ekki hvað líf okkar ber í skauti sér, vitum ekki hve stundirnar verða margar sem við fáum notið í þessu lífi. Það eina sem við vitum með vissu er að andartökin halda áfram að koma eitt af öðru svo lengi sem við drögum andann. Það er ekki í okkar höndum hve langur sá tími verður en með því að verða meðvituð um dýrmæti stundanna getum við stigið skref í áttina að lengra lífi. Ekki endilega lengra lífi í bókstaflegri merkingu heldur lengra í þeim skilningi að stundirnar renni ekki lengur saman í ógreinilega, lítt eftirminnilega móðu, heldur skeri fleiri stundir sig úr.

Mér kemur í hug breskur starfsbróðir minn, Mark Williams, einn höfundur bókarinnar Mindfulness-based cognitive therapy for depression sem kom hingað til lands að leiðbeina stórum hópi fagfólks um vakandi athygli. Mark er einstaklega vellátinn maður sem hefur bæði mikla útgeislun og hógværð til að bera. Og þess vegna svaraði hann, þegar hann var spurður á námskeiðinu hvaða áhrif reglubundin hugleiðsla hefði haft á líf hans, að við þyrftum helst að spyrja fjölskyldu hans að því. “Og þó”, bætti hann síðan við eftir andartaksumhugsun. “Ég get fullyrt eitt. Það er lengra milli jólanna eftir að ég byrjaði að hugleiða”.

Þau okkar sem komin eru á eða yfir miðjan aldur vitum alveg hvað Mark á við. Hversu oft verður okkur ekki á orði þegar líður á ævina: Aftur komin jól! Eru þau ekki nýbúin?

En við getum skoðað fleiri stundir lífs okkar hverja fyrir sig líkt og perlur á perlufesti sem við handleikum hverja af annarri. Við getum lengt tilfinninguna fyrir góðu stundunum í lífi okkar og gert hvunndagsstundir eftirminnilegar með því að vakna til vitundar um stundina sem er að líða. Þannig getum við líka fækkað stundunum þegar við erum gagntekin reiði, sjálfsásökunum eða eftirsjá, dapurlegum hugsunum um hvernig líf okkar hefði getað orðið eða gæti verið miklu betra bara ef....

 

Sjá greinina í heild hér: http://www.lifspekifelagid.is/Anna_Valdimarsdottir/Vakandi_athygli_og_lidandi_stund.html


Þing um gullgerðarlist, helga flatarmálsfræði, heilsufæði og nýja tækni í heilun

 

Þing um gullgerðarlist, helga flatarmálsfræði, heilsufæði og nýja tækni í heilun.

Það verður haldið 7.-15. júlí á Heilsustofnun.

 

http://academysacredgeometry.com/courses/run-away-iceland-2017-alchemy-workshops-events-tours

 

 

 

http://academysacredgeometry.com/


Fyrirlestur um búddisma 19. maí

Okkur langar að bjóða þér á fyrirlestur um búddisma sem haldin er af Diamond Way kennaranum Daniella Csizmadia

Fyrirlesturinn mun fara framm í Norræna húsinu 19. Maí kl. 19:00

Daniella Csizmadia er Diamond Way Buddhist kennari.
Daniella fæddist 1975 í Pecs í Ungverjalandi.
Hún tók “buddhist refuge” hjá Lama Ole árið 1996 í Búdapest.
Hún hefur búið í miðstöð Búddista í Kaupmannahöfn síðan 2007
Hún hefur ferðast um flestar heimsálfur með Lama Ole og Hannah

Diamond Way Buddhism tilheyrir þúsund ára gamalli Karma Kagyu lineage af Búddisma frá Tíbet. Lama Ole Nydahl, Vestræn búdda meistari fæddur í Danmerku, og konan hans Hannah Nydahl, komu á fót Diamond Way Buddhism árið 1970. Kennarinn þeirra “The 16th Karmapa” bað þau um kenna hinum vestræna heimi hvað þau hefðu lært og stofna þar miðstöðvar fyrir Búddisma.
Nú á dögum eru til um 700 Miðstöðvar um allan heim.

We’d like to invite you for the Buddhist lecture provided by Diamond Way teacher Daniella Csizmadia.
The lecture will take place in Nordic House ,19 th of May at 7p.m.

Daniella Csizmadia is a Diamond Way Buddhist teacher. 
Daniella was born inn 1975 in Pecs, Hungary. 
She took buddhist refuge with Lama Ole in 1996 in Budapest.
She lives inn the Copenhagen buddhist centre since 2007.
She travelled on most continents with Lama Ole and Hannah.

Diamond Way Buddhism belongs to the thousand-year-old Karma Kagyu lineage of Tibetan Buddhism. Lama Ole Nydahl, a Western Buddhist master born in Denmark, established Diamond Way Buddhism in the 1970’s, together with his wife Hannah Nydahl. Their main teacher the 16th Karmapa asked them to teach what they had learned and to start Buddhist centers in the West.
Nowadays there are around 700 centres around the World.

 

Sjá: http://www.buddismi.is/en/


No technique, no authority

Meditation is a state of mind which looks at everything with complete attention, totally, not just parts of it. And no one can teach you how to be attentive. If any system teaches you how to be attentive, then you are attentive to the system and that is not attention.

Krishnamurti


Jóga á Íslandi - Fyrirlestur í HÍ 17. maí

 

Jóga á Íslandi

 


Erindið er haldið í Háskóli Íslands stofu 106 í Odda 17. maí 2017 - kl. 13:20-15:00. Allir velkomnir.
Bjarni Randver Sigurvinsson doktorsnemi kynnir niðurstöður rannsókna sinna á stöðu jóga í íslensku samfélagi með sérstaka áherslu á kristna kirkju. Andmælandi verður sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson formaður Lífspekifélags Íslands.
    Jóga var kynnt til sögunnar meðal Íslendinga snemma á 20. öldinni af guðspekifélögum eins og Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi en það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem fyrstu jógahreyfingarnar hófu starfsemi í landinu og farið var að bjóða upp á jógaiðkun að ráði meðal landsmanna. Með nýaldarvakningunni á níunda áratugnum jókst áhugi á jóga til muna og er jógaiðkun í einni eða annarri mynd nú útbreidd um land allt og nær til íþróttafélaga, líkamsræktarstöðva, hjúkrunar- og heilsustofnana, skóla og þjóðkirkjunnar.
    Þrátt fyrir þetta hefur jóga ekki alltaf þótt sjálfsagður hlutur í íslensku þjóðfélagi og sætti bæði iðkunin og hugmyndafræðin að baki henni harðri gagnrýni úr ýmsum áttum út alla 20. öldina. Fyrsta jógabókin sem kom út í íslenskri þýðingu var hædd í fjölmiðlum, Guðspekifélagar vöruðu margir við hathajóga vel fram yfir miðja öldina og voru mun áhugasamari um hugleiðslu, dulspeki, búddhisma og advaita vedanta, vissar jógahreyfingar voru tengdar við glæpi og hryðjuverk, jóga sætti tortryggni úr heilbrigðisgeiranum, þjóðkirkjan varaði ítrekað við jóga og jafnvel jógahreyfingar vöruðu ýmsar hverjar við hverri annarri. Þótt jóga þyki víða sjálfsagður hlutur í dag eru enn ýmsir hópar í samfélaginu sem eru andsnúnir allri slíkri iðkun.
http://www.hi.is/vidburdir/joga_a_islandi


Sumarsamvera Lífspekifélagsins

 

 

Eins og undanfarin sumur verður sumarsamvera Lífspekifélagsins í júní og hefst föstudaginn 23. júní og lýkur á sunnudeginum 25. júní, tvær nætur. Hún verður haldin á Heilsustofnun Náttúrlækningafélagsins í Hveragerði, nánar auglýst síðar.


Sesshin hugleiðsludagar í Skálholti 17. - 21. maí

 

Senn líður að árlegum sesshin hugleiðsludögum Nátthaga í Skálholti en þeir verða haldnir dagana 17. - 21. maí.

Sesshin þýðir að snerta hug og hjarta, en þá koma Zen iðkendur saman og iðka í þögn yfir nokkurra daga skeið. Dagskráin er krefjandi og hefst dag hvern kl. 04:45 og inniheldur sitjandi hugleiðslu, kyrjun, vinnuiðkun, fræðslu og einkaviðtöl við kennara, en deginum lýkur síðan kl. 21:00.

Sesshin verður með óvenjulegu sniði í þetta skiptið og í anda "Genzo-e" námskeiðanna sem Soto Zen meistarar á borð við Nishiari Bokusan, Oka Sotan og Ian Kishizawa gerðu vinsæl snemma á 20. öldinni í Japan, en þar er fræðslu og rannsóknum á Shobogenzo, meistaraverki Dogens, fléttað saman við sitjandi hugleiðslu og aðra formlega iðkun. 

Hægt er að skrá sig á sesshin í aðsetri Nátthaga að Grensásvegi 8 og einnig með því að senda póst á zen@zen.is. Þátttökugjald er 38.000kr en 34.200kr fyrir þá sem greiða árgjald. Þeir sem komast ekki á allt sesshinið geta samið um að taka þátt að hluta til.


Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 94020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband