Mindfulness-námskeið 17. janúar

 

Lífið er núna! (Mindfulness) – 17. janúar

Í daglegu lífi erum við flest flækt í neti annríkis. Hugur okkar er á fleygiferð og er eins og ótemja sem lætur illa að stjórn. Hver kannast ekki við að setjast upp í bílinn sinn og ranka svo við sér á áfangastað án þess að muna eftir ferðinni. Þannig má segja að hugur okkar sé oft og tíðum utan þjónustusvæðis.

Núvitund er að vera til staðar í eigin lífi – hér og nú. Iðkun núvitundar getur haft mjög jákvæð áhrif á það hvernig við hugsum og tökumst á við lífið, bæði í gleði og sorg. Núvitund er vinsælt rannsóknarefni og niðurstöður sýna að iðkun núvitundar getur m.a. bætt andlega og líkamlega líðan, dregið úr streitu og aukið hugarró og sátt.

  • Hvað er núvitund?
  • Núvitund í daglegu lífi
  • Afhverju að hugleiða?
  • Hvernig kemst ég upp úr hjólförum vanans?
  • Núvitund og lífsstíll (streita, kvíði, svefn ofl.)

Lífið er núna er hagnýtt námskeið sem miðar að því að innleiða núvitund í daglegt líf þátttakenda. Námskeiðið byggir á fræðslu, leiddri hugleiðslu, hugleiðslu í þögn og gangandi hugleiðslu.

„Ég fór á námskeið í núvitund hjá henni Gyðu Dröfn. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði. Þetta var alger vítamínsprauta bæði fyrir sál og líkama. Það hefur nýst mér á hverjum degi og ég hlakka til að halda áfram á þessari braut.“  Sigríður Rósa Víðisdóttir

Ummæli þátttakenda:
– Vel framkvæmt námskeið
– Góðar leiðbeiningar
– Hugleiðsluæfingarnar mjög góðar
– Mjög gott andrúmsloft skapaðist í tímunum
– Gott skipulag á hverjum tíma
– Leiðbeinandi með góða þekkingu á efninu
– Allt mjög áhugavert og nýtt fyrir mér
– Gott að koma inn í tímana og vera í stað og stund.
– Gott að láta minna á það sem maður veit en þarf áminningu um

Lengd: 4 vikur
Tími: Þriðjudagar kl. 17-18.30 frá 17. janúar 2017
Staður: Lausnin Hlíðasmára 14
Verð: 18.000 kr. Skráning „HÉR“

GyðaGyða Dröfn Tryggvadóttir hefur stundað hugleiðslu í 17 ár undir handleiðslu Bandaríska Zen meistarans Kwong Roshi. Gyða Dröfn er með jógakennaramenntun og lýðheilsufræðingur að mennt og starfar sem fyrirlesari og kennari á sviði núvitundar


Bloggfærslur 15. janúar 2017

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband