Sumarsamvera Lífspekifélagsins

 

 

Eins og undanfarin sumur verður sumarsamvera Lífspekifélagsins í júní og hefst föstudaginn 23. júní og lýkur á sunnudeginum 25. júní, tvær nætur. Hún verður haldin á Heilsustofnun Náttúrlækningafélagsins í Hveragerði, nánar auglýst síðar.


Sesshin hugleiðsludagar í Skálholti 17. - 21. maí

 

Senn líður að árlegum sesshin hugleiðsludögum Nátthaga í Skálholti en þeir verða haldnir dagana 17. - 21. maí.

Sesshin þýðir að snerta hug og hjarta, en þá koma Zen iðkendur saman og iðka í þögn yfir nokkurra daga skeið. Dagskráin er krefjandi og hefst dag hvern kl. 04:45 og inniheldur sitjandi hugleiðslu, kyrjun, vinnuiðkun, fræðslu og einkaviðtöl við kennara, en deginum lýkur síðan kl. 21:00.

Sesshin verður með óvenjulegu sniði í þetta skiptið og í anda "Genzo-e" námskeiðanna sem Soto Zen meistarar á borð við Nishiari Bokusan, Oka Sotan og Ian Kishizawa gerðu vinsæl snemma á 20. öldinni í Japan, en þar er fræðslu og rannsóknum á Shobogenzo, meistaraverki Dogens, fléttað saman við sitjandi hugleiðslu og aðra formlega iðkun. 

Hægt er að skrá sig á sesshin í aðsetri Nátthaga að Grensásvegi 8 og einnig með því að senda póst á zen@zen.is. Þátttökugjald er 38.000kr en 34.200kr fyrir þá sem greiða árgjald. Þeir sem komast ekki á allt sesshinið geta samið um að taka þátt að hluta til.


Bloggfærslur 3. maí 2017

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 94044

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband