Jógadagur í Lífspekifélaginu sunnudaginn 4. febrúar

 

Jógadagur í Lífspekifélaginu 
Sunnudaginn 4. febrúar verður annar mánaðarlegur jógadagur í húsinu með svipuðu sniði og sá fyrri. Það verða endurteknar hugleiðingar á alheimsvitundina og móður fegurðarinnar með innri myndum og möntrum úr Sri Vidya Tantra hefðinni. Dagurinn verður brotinn upp í fjóra þætti sem byrja á heila tímanum með hressingu og hreyfingu inn á milli.

Húsið verður opið frá 12:30 og lýkur klukkan 17:00. Ef fólk vill koma í hluta þá er best að það komi rétt fyrir heila tíman og banki. Húsið verður læst eftir að æfingar byrja um 13:15. Allir beðnir um að fara úr skónum niðri og skilja eftir í holinu. Gott að hafa með sér jógadýnu en ekki nauðsynlegt. Biðjum alla um að hafa með sér smá veitingar til að setja í púkkið til að njóta saman í þremur pásum á milli atriða.

Farið verður yfir nokkrar grunn möntrur og innri myndir en svo verða teygju æfingar og líkamleg upphitun á milli með öndunaræfingum (pranayama), teygjum (hathayoga) og aðferðum til að koma orkunni í líkamanum í flæði (chi kung). Haraldur verður með möntrur, Sigurður með teygjur og bjöllu hlustun, Einar með hugleiðingu, Guðrún með hljóð og hreyfiæfingu og Anna Sigríður með orkuflæðis æfingar og smá texta frá Sigvalda Hjálmarssyni.

Þar sem það verða enskumælandi gestir meðal okkar verður talað á ensku í bland með íslensku.

Allir velkomnir.


Bloggfærslur 2. febrúar 2018

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband