Lífspekifélagið um helgina - Yoga Nidra og Sri Vidya

 

Dagskrá í húsi Lífspekifélagsins (Guðspekifélagsins) 
að Ingólfsstræti 22

Reglulegir fundir frá byrjun okt til loka apríl.
Fundartími á föstudögum er kl. 20. Á laugardögum 
er aðaláhersla á hugleiðingu (íhugun) og fræðslu tengdri 
henni eða annað efni.


24. nóv. föstudagur kl 20:00

Unnur Valdís Kristjánsdóttir fjallar um Yoga Nidra.
Yoga Nidra er einstaklega nærandi djúpslökun og getur haft umbreytandi áhrif á orkuflæði okkar. Allir velkomnir.

Unnur Valdís er Jóga Nidra og Kundalini jógakennari og hefur kennt víðsvegar á Íslandi s.l. 3 ár. Unnur starfar einnig sem vöruhönnuður og hefur einbeitt sér að verkefnum á sviði
nýsköpunar með áherslu á heilsu og vellíðan

 

Haraldur Erlendsson: Stefnumót við alheiminn.

Laugardaginn 25. nóvember klukkan 15:00 verður Haraldur með hugleiðing og svo fræðsla úr bók Sigvalda Hjálmarssonar Stefnumót við alheimin sem fjallar um hugleiðslu tækni Sri Vidya hefðarinnar.

Á undan eða klukkan 13:00 verður fundur fyrir þá sem vilja fræðast um og iðka tantra fræði gyðjunnar Sri Vidya. Sri Vidya er tantrafræði sem Sigvaldi Hjálmarsson kom með til Íslands upp úr 1974. Rætt verður um hefðina og minnst á iðkun á æðstu vitundina innra með manninum (turiya og turyiatita - sem Sigvaldi kallaði dropan og hafið)

Hægt er að mæta á fyrri fundin kl 13, þeir sem ætla bara að vera á seinni fundinum mæta kl 15 Kaffi og með því verður um kl 15.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 93775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband