Fyrirlestur žar sem Dr. Eben Alexanders talar um nęr-dauša-reynslu sķna

 

Hér getiš žiš séš Dr. Eben Alexanders tala um nę-dauša-reynslu sķna:

 


Vištal viš Įstvald Zenki Traustason

 

Hér er vištal viš Įstvald Zenki Traustason sem birtist ķ Morgunblašinu sķšastlišinn föstudag. Vištališ fjallar um Zen hugleišslu og hvernig hśn getur hjįlpaš okkur ķ lķfinu. Zen iškun er sterk og heišarleg leiš til aš lęra aš žekkja sjįlfan sig betur og lifa meira ķ andartakinu. Nżtt nįmskeiš hefst 13. janśar, sjį nįnar į www.zen.is.

 

https://dl.dropboxusercontent.com/u/23327169/Zen.%C3%81stvaldur.Mbl.2.1.2015.pdf  


Tķmamót

 


Tķmamót


Nś hękkar sól į lofti og enn į nż stöndum viš į tķmamótum, kvešjum gamla įriš og heilsum hinu nżja. Viš hver įramót er hefš fyrir žvķ aš horfa yfir farinn veg og lęra af žvķ sem vel gekk į lišnu įri og ekki sķšur af žvķ sem mišur fór.
Hiš sama minnti hinn forni fręšari Pżžagóras lęrisveina sķna aš gera į hverju kvöldi; aš staldra viš, lķta yfir daginn og setja sér verkefni nęturinnar. Viš įramótin skjóta gjarnan upp ķ hugann stóru spurningarnar sem eru frjó heimspekinnar: Hver er ég? Hvaš vil ég? Hvaš žrįi ég? Hverjar eru skyldur mķnar? Žį er einnig hefš fyrir žvķ aš setja sér markmiš til aš stefna aš į komandi įri.
   Ķ indverskri stjörnuspeki er reynt aš svara žessum grundvallarspurningum fyrir hvern og einn og eins fyrir lķšandi stund. Meš dżrahringnum er vegferš sólarinnar skipt ķ tólf įfanga og hver įfangi tengist į einn eša annan hįtt fjórum grunnspurningum sem varša skylduna, velgengnina, óskirnar og tenginguna inn į viš (dharma, artha, kama og moskha). Žegar rżnt er ķ merkingu lķšandi stundar er fyrst og fremst litiš į žaš svęši dżrahringsins sem er aš koma upp ķ austri og merkiš sem žar er į himni skiptir meginmįli. Ķ vestręnni stjörnuspeki skiptir merkiš sem sólin er ķ hins vegar meginmįli ķ tengslum viš fęšingarkort.
   Ķ indverskri stjörnuspeki er lesiš śr merkingu lķšandi tķmabila meš žvķ aš skoša sérstaklega stjörnumerkiš į žvķ svęši dżrahringsins žar sem sólin er į vorjafndęgri. Vorpunktur į himni hreyfist rólega eina hringferš um dżrahringinn į 25.772 įrum. Ef žessari hringferš sólarinnar um dżrahringinn er skipt ķ tólf įfanga veršur hver įfangi rétt um 2160 įr. Talan 216 var til forna tįkn um hinn fullkomna hring. Viš žekkjum töluna ķ Opinberunarbók Jóhannesar sem töluna 666; talan sex ķ žrišja veldi (6x6x6) er 216. Talan sex er tala fullkominnar sköpunar og er margfeldi af 2 og 3 (móšur og föšur). Talan 2160 var žvķ notuš sem višmiš žó hśn vęri 12 įrum umfram raungildiš. Vorpunkturinn hreyfist um eina grįšur į um 72 įrum og um eina mķnśtu į 1,2 įri.
Menn hafa lengi deilt um hvernig best sé aš skilgreina mörkin į milli stjörnumerkjanna og žį hvenęr vorpunkturinn flyst į milli žeirra. Skoša mį žaš ķ sögulegu samhengi en heimildir eru bżsna ósamdóma, ķ sumum žeirra er upphaf Vatnsberaaldarinnar tališ vera 1447 e.Kr en ķ öšrum 3621 e.Kr. Žetta ósamręmi er ekki sérlega hjįlplegt.
   Ég tel nokkrar leišir gerlegar til aš skilgreina višmišunarpunkt sem skiptir dżrahringnum nišur ķ 12 merki eša 360 grįšur. Fyrir nokkrum įrum fékk ég Žorstein Sęmundsson stjörnufręšing til aš reikna nįkvęmlega śt upphaf Vatnsberaaldarinnar śt frį nokkrum višmišunarpunktum. Einfaldasta leišin er sś aš miša viš nśverandi skilgreiningar į stjörnumerkjunum og žį fer vorpunkturinn ķ Vatnsbera u.ž.b. 2500 e.Kr.
   Viš getum skilgreint svartholiš ķ mišju Vetrarbrautarinnar sem nśllpunktinn. Žaš er einn möguleiki og kannski sį rökréttasti. Ör Bogmannsins į fastahimninum bendir einmitt į žennan staš. Ef žessi punktur er notašur žį byrjar Vatnsberaöldin um 2226 e.Kr.
Fyrir žį sem skoša nęturhimininn er ķ raun augljóst aš lįta Vetrabrautina skipta dżrahringnum ķ tvo hluta. Skuršpunktur Vetrarbratar og Dżrahrings veršur žį annars vegar milli Nauts og Tvķbura og hins vegar milli Sporšdreka og Bogmanns. Meš nśtķma ašferšum er hęgt aš reikna nįkvęmlega mišlķnu Vetrabrautarinnar og skilgreina žannig tvo višmišunarpunkta. Ef žessi ašferš er višhöfš žį var vorpunkturinn į mörkum Fiska og Vatnsberans įriš 1998. Sennilegt er aš žetta séu hin réttu tķmamót og ef svo er erum viš nś viš upphaf Vatnsberaaldarinnar. Žetta er sį punktur dżrahringsins sem er nęstur sušurpól Vetrabrautarinnar, og mį kalla žennan punkt hafsbotninn og andstęšu fjallstoppinn.
Gušspekisinninn og stjörnuspekingurinn Dane Rudhyar segir ķ bók sinni An Astrological Mandala frį tįknum sem byggšust į efni sem hafši veriš mišlaš um sérhverja grįšu dżrahringsins. Eftirfarandi texti og tįknmynd tengist fyrstu grįšu Vatnsberans: Gamalt mśrsteinshśs sem notaš var til trśbošs ķ Kalifornķu. Textann mį śtleggja į žennan veg: Įhrif allra göfugra verka vara lengur en lķf einstaklingana. Dane lķtur svo į aš žessi tįknmynd sé upphaf į ferli žar sem hugsjónum er gefiš form. Af žvķ mį leiša aš žaš sé verkefni okkar allra nęstu 53 įrin (bśin 19 įr af 72 sem tilheyra fyrstu grįšu Vatnsberans) aš leggja grunn aš žeim hugsjónum og dyggšum sem viš viljum rękta.
   Nęstu 4320 įr eru tķmabil Vatnsbera og Steingeitar en Satśrnus stjórnar bįšum merkjunum. Hann er guš jaršar og Vatnsberinn er hśs frumefnisins lofts en Steingeitin tilheyrir jöršinni. Satśrnus var hjį Rómverjum til forna guš kynslóšanna, aušlegšar, landbśnašar og endurnżjunar. Žį var hann tengdur tķmanum eins og grķski bróšir hans Chronus. Hjį Rómverjum var hann lķka mišsvetrargušinn Janus sem var tvķhöfša og horfši annaš höfušiš yfir lišiš įr og hitt fram į žaš nęsta. Satśrnus er tengdur myrkrinu, tķmanum og takmörkunum en lķka žvķ sem af žvķ leišir; grósku og vexti.
   Satśrnus ręšur dimmasta tķmabili įrsins og svo dimmustu stóröldunum. Žetta er tķmabil andlegrar vanžekkingar (Kali Yuga) sem Indverjar tala um žegar erfišast er fyrir andlega nema aš nį įrangri. En aftur į móti er žetta tķmabil andlegs vaxtar og leggur grunninn aš nżrri andlegri opnun ķ žroskun einstaklingsins og mannkynsins.
   Fyrir um 6600 įrum gekk vorpunkturinn inn ķ Nautsmerkiš. Fyrir um 4500 įrum gekk hann ķ Hrśtsmerkiš og fyrir um 2160 įrum gekk hann ķ Fiskamerkiš. Tališ er aš höfušguš hvers tķmabils hafi veriš lįtinn taka upp tįknmynd merkisins viš vorpunktinn. Fiskurinn var ašaltįkn kristninnar ķ upphafi og var svo fram eftir fyrstu öldum hennar. Fiskimennirnir lęrisveinar Krists fengu nżtt hlutverk; žeir įttu aš veiša menn ķ staš fiska. En nś er runninn upp tķmi nżrrar tįknmyndar sem varšar leiš inn į viš ķ djśp hugans.
   Tķmamót aldanna tveggja eru oft skilgreind sem tķmabil mikilla breytinga og žį jafnframt tķmabil nżrrar andlegrar vakningar. Fyrir rśmum 2000 įrum komu fram į svišiš nżir andlegir straumar viš botn Mišjaršarhafsins sem kalla mį gnóstķk og žaš sem sķšar varš neoplatónismi. Ķ sušupotti margra menningarstrauma varš til žaš sem žį var kölluš Theosophia eša viskuskólinn sem leiddi sįlina inn ķ hiš tęra gušlega įstand. Kristnin var hluti žessarar nżju vakningar en eins og allar hreyfingar įtti hśn erfitt meš aš halda vöku sinni og er hśn ekki lengur sį visku skóli sem įšur var.
   Móšir félagsins, frś Helena Petrovna Blavatsky, talaši um nżja öld og nżjan žroskaįfanga ķ žróun mannkynsins. Blavatsky sjįlf og óbeint ķ gegnum félagiš opnaši dyr fyrir nżja andlega menningarstrauma frį austurlöndum inn ķ vestręna menningu. Fyrir įhrif félagsins hafa oršiš til fjöldinn allur af nżjum félögum sem hafa žróaš starfiš enn frekar og margt er žegar oršiš almenningseign. Žessi hreyfing hefur veriš kölluš nżaldarhreyfingin. Žótt Lķfspekifélagiš sé lķtiš hefur žaš sennilega haft meiri įhrif į innflęši andlegra strauma inn ķ vestręna menninu en nokkurt annaš félag.
En hvaš tįknar Vatnsberinn? Hann er gušinn ķ įnni; Tiberinus ķ įnni Tķber hjį Rómverjum, Hapi ķ įnni Nķl hjį Eygyptum og žį sennilega įsinn Žjór ķ Žjórsį į Ķslandi. Kannski er Vatnsberinn tilvķsun til Sushumna sem er möndullinn ķ innri gerš mannsins og lykilinn aš endurlausn hans. Hann er žaš sem esóterķskt jóga fjallar um. Hugsanlega er Vatnsberinn einmitt žetta ljós ķ myrkrinu. Ljósiš sem birtist žegar myrkriš er mest. Vatnsberinn heldur į keri sem er uppspretta įrinnar. Žannig er lyndin og brunnurinn lķka tengt žessu merki.
   Viš höfum séš į undanfarinni öld skjótari framfarir ķ veraldlegum vķsindum en nokkurn tķma įšur. Vķsindin byggjast į męlingum og skilgreiningum sem er einmitt grunnešli Satśrnusar. Žaš mį vera aš viš lifum į tķmum andlegrar vanžekkingar en žessir tķmar eru lķka tķmar andlegrar vakningar. Dimmasti punkturinn er nś lišinn. Viš vitum aš ķsöld leiš undir lok fyrir um 13000 įrum og nęr öll byggš ból į jöršinni fóru undir 200 metra af sjó. Žį lauk sķšustu gullöld andans (Satya Yuga) og nżr hringur ķ žróun mannsins hófst.
   Nś er aftur 13000 įr til nęsta hįpunkts gullaldar andans og nś er tķmi til aš sį fręjunum sem žį munu ljóma sem dżršleg tré. Žetta er fljótt aš lķša og kannski bara 108 lķf žangaš til...
Njótiš feršarinnar en muniš rįš Pżžagórasar: Staldriš viš, lęriš af lišnum tķmum og įkvaršiš vaxtarverkefni komandi tķma.
Glešilegt nżtt įr – 19. įr Vatnsberans!!

 

Haraldur Erlendsson


Glešilegt įr 2015

 

Be always with people who inspire you; surround yourself with people who lift you up. Do not let your resolutions and positive thinking be poisoned by bad company. Even if you cannot find good company to inspire you, you can find it in meditation. The best company you can have is the joy of meditation.

 

Yogananda


« Fyrri sķša

Um bloggiš

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Jan. 2015
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nżjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (23.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 24
  • Frį upphafi: 96786

Annaš

  • Innlit ķ dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir ķ dag: 3
  • IP-tölur ķ dag: 3

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband