Öll trúarbrögð eru jafn fölsk og jafn sönn

 

Öll trúarbrögð eru jafn fölsk og jafn sönn, eftir því hvernig þau eru notuð. Þú getur notað þau í þjónustu égsins eða þú getur notað þau í þjónustu sannleikans. Ef þú trúir því að aðeins þín trú sé sannleikurinn ertu að nota hana í þjónustu égsins. Ef trúarbrögð eru notuð á þann hátt verða þau hugmyndafræði og skapa villandi yfirburðarkennd auk aðgreiningar og átaka manna í milli. Þegar trúarkenningum er beitt í þjónustu sannleikans eru þær vegvísandi eða kort sem hugljómaðar mannsekjur hafa skilið eftir til að aðstoða við andlega vakningu ykkar, það er að segja að losa ykkur við samsömun við form.

Til er aðeins einn sannleikur og allir aðrir sannleikar eru frá honum runnir. Þegar þú finnur þann sannleik verða athafnir þínar í línu við hann. Mannlegar athafnir geta endurspeglað sannleikann eða þær geta endurspeglað skynvilluna. Er hægt að færa sannleikann í orð? Já, en orðin eru að sjálfsögðu ekki hann. Þau vísa aðeins til hans.

 

Eckhart Tolle - Ný jörð


Eckhart Tolle hugleiðsluhópur

 

Fjórir íslendingar sem dvöldu með Eckhart Tolle í  5 daga á "TheJoy of Being" retreat í Danmörku í september ákváðu að stofna þögulan hugleiðsluhóp sem byggir á DVD myndefni með andlega kennaranum Eckhart Tolle (sjá http://www.eckharttolle.com/groups). Hópurinn kemur saman annað hvert  sunnudagskvöld í vetur á annarri hæð í húsi Guðspekifélagsins að Ingólfsstræti 22, kl. 20 og eru allir beðnir um að hafa hljótt um sig við komu og brottför. Byrjað er á þögulli hugleiðslu í u.þ.b. 15 mínútur, síðan er horft á myndefni með Eckhart í 1-11/2 klst og að lokum er þögul hugleiðsla í u.þ.b. 15 mínútur. Hópurinn er öllum opinn. Nánari upplýsingar í síma 897-8915 eða með tölvupósti (eliasj@centrum.is).

Seek what they sought

138725_13

Do not seek to follow in the footsteps of the old; seek what they sought.


Basho


Menn eiga að vita, að innra með þeim býr hið eilífa

12

Menn eiga að vita, að innra með þeim býr hið

eilífa, og ekkert, er þeir þurfa að vita, er þessu

æðra. Þegar maður skynjar sitt innra sjálf, hinn

kvika efnisheim og hið skapandi almætti, þá er allt

fullkomnað. Þetta þrennt er eitt: Guð.

 

13

Eins og neisti elds, sem leynist í viði, er

ósýnilegur en verður vakinn til lífs með núningssprota,

þannig er unnt að vekja sjálfið, sem í líkamanum

býr, með hinu heilaga máttarorði, AUM.

 

14

Hugsi maður sér líkamann sem viðarstofn og

sjálf sitt sem núningssprota, þá getur hann með

staðfastri íhugun skynjað dýrðarbirtu sjálfsins

eins og eldneista í viðarbút.

 

15

Eins og olía felst í sesamfræi, rjómi í mjólk,

vatn í árfarvegum og neisti í núningssprota,

þannig birtist sjálfið í voru innra eðli,

leiti maður þess í sannleika og sjálfsafneitun.

 

16

Andinn, sem í öllu býr, eins og rjómi í mjólk,

hann er uppspretta allrar sjálfsþekkingar og

sjálfsþróunar. Hann er guð hinnar háleitu

launvizku, hann er guð hinnar heilögu launvisku.

 

Launvizka Vedabóka - Svetasvatara Upanishad, fyrri hluti

(Sören Sörenson endursagði úr frummálinu)


Dagskrá Guðspekifélagsins föstudag og laugardag

 

Föstudaginn 2. nóvember kl. 20.30

Anna Bjarnadóttir: Hugrænt yoga.

 

Laugardaginn 3. nóvember kl.15.30

Árni Reynisson kynnir bókina “Tarot vegur viskunnar” sem hann hefur þýtt.


« Fyrri síða

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Nóv. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96850

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband