... enn vitlausara er aš kalla svoleišis dśllerķ beinlķnis yoga ...

 

Ennfremur eru stellingar eša asönur ašeins upphaf marktękrar hatha-yogaiškunar. Auk žess veršur aš žaulęfa, böndhur, eša herpingar, og pranayama, eša andardrįttaręfingar, og lęra sķša aš stilla öllu žessu saman ķ mśdrur.

Žarmeš ętti aš vera ljóst aš oft er hugtakiš hatha-yoga notaš um smįvęgilegt fikt ķ žeim vķsindum, og enn vitlausara er aš kalla svoleišis dśllerķ beinlķnis yoga - sem ekki į viš nema žegar leitast er viš aš nįlgast hinn hįa veruleika tilverunnar.

 

Sigvaldi Hjįlmarsson - Haf ķ dropa


... fyrir kemur aš hugurinn gleymir sér andartak ...

 

Mešan hugurinn starfar reikar hann um ķ skógi hugsana - milli verkefna, dagdrauma, vandamįla, skynįreita osfrv. Žetta rölt hans er svo tķmafrekt aš žaš fangar alla athyglina og viš segjum: Žetta er lķfiš, žetta erum viš. Athyglin er bśin aš festa sig viš hiš ytra, lķmiš er hinn skynjaši ytri heimur og leikur hugans meš hann. Alveg žar til hann veršur leišur eša uppgefinn og hvķlir sig um stund ķ óreišu draumalandsins.

Hiš ytra er višfang, hlutręnt fyrirbęri – žar sem hugurinn unir svo mikiš viš žau fyrirbęri gerir hann sjįlfan sig og afrek sķn aš hlutręnu fyrirbęri. Hugurinn veršur hluti hins ytra. Hann bindur athyglina viš hlutręn fyrirbęri og tekur sjįlfan sig meš. Viš śthverfumst, samkennum okkur viš hiš ytra. Žetta er svo umfangsmikiš verkefni aš hugurinn segir: žaš er ekki hęgt aš hętta aš hugsa, žaš er ekki hęgt aš hugsa ekki neitt.

Žannig höfum viš tżnt okkur ķ hinu ytra. Viš höfum glataš hinu innra śt ķ žessa starfsemi. Viš höldum aš hugurinn sé ašalmįliš. Hann geti nįnast allt og hans verkefni sé aš finna lausnir. En spurning hvort hugurinn leysi nokkur mįl. Ef til vill velkist hann ašeins um meš žau ķ fanginu og veit oft ekki hvaš hann er meš.

En fyrir kemur aš hugurinn gleymir sér andartak. Rekur tęrnar ķ farangurinn og dettur um sjįlfan sig, missir af lestinni og tekur jafnvel ekki eftir aš hann er staddur ķ einskismanns landi žar sem ekkertiš bżr. Žį kemur fyrir aš žaš sem įšur var vandamįl er ekkert vandamįl, žaš sem įšur var merkilegt hugarstarf er ekkert sérstakt og žaš sem įšur var lausnaleit er ašeins endurröšun į kubbum hugans. Athyglin er flutt į annan staš og bindur sig viš ekkert. Skilvirkar lausnir koma fram śr ekkertinu, žęr fęšast helst žegar hugurinn spinnur ekki lengur vef sinn og hęttir um stund aš setja mark sitt og eign į žaš sem fyrir kemur.

Ķ andrśmslofti ekkertsins kemur vitundin fram klęšalaus įn andlits, vęntir einskis, krefst einskis. Breišir fašm athyglinnar um ekkert sérstakt og žar meš allt. Gerir engan mun į öllu eša engu. Viš höfum hętt aš vera eitt af žessum hlutręnu fyrirbęrum og stöndum utan viš allt ytra. Žar sem ekkertiš bżr er ekkert ytra né innra. Žar er ašeins heild. Vitundin veršur sś heild sem hśn žegar er.

 

Birgir Bjarnason (http://hugleiding.com/Birgir.html)


Hugleišing, hugarró, nśvitund og forvarnir ķ Lķfspekifélaginu um helgina

 

10. feb. föstudagur kl. 20:30 Įsdķs Olsen: Hamingja og nśvitund.
Įsdķs fjallar um hagnżtar ašferšir śr smišju jįkvęšrar sįlfręši sem hafa
sannaš gildi sitt ķ rannsóknum. Kynntar verša 10 leišir til aš auka
vellķšan og hamingju ķ daglegu lķfi og veršur sérstök įhersla lögš į nśvitund og hugarró.


11. feb. laugardagur kl 15:30 Gušlaugur Leósson: Forvarnir gegn slysum į heimilum. Gušlaugur ręšir um forvarnir gegn helstu slysum į heimilum en hann hefur kennt skyndihjįlp o.fl. hjį Rauša krossinum sķšan 1976.

_______________________________________________________________

Laugardaginn 11. febrśar veršur spjall um hugrękt kl. 14 og hugleišing fyrir byrjendur kl 14:30. Umsjón hefur Birgir Bjarnason.

_______________________________________________________________ 

 

Spurt hefur veriš, hvort einhver tilgangur vęri ķ žvķ aš reka félag [Gušspekifélagiš sem nś heitir Lķfspekifélagiš], sem engar trśarsetningar eša kenningar hefur og ekkert bošar? Er žaš kleift? Veršur félagsskapurinn ekki of sundurlaus, žegar hann hefur enga bošskap eša skošun til aš sameinast um? Veršur žetta ekki ašeins kjaftaklśbbur eša tesopafélag; gušsbakarķ, žar sem gešžótti félagsmanna ręšur feršinni? Óhjįkvęmilegt er aš višurkenna, aš įkvešinn veikleiki felst ķ žvķ aš innan félagsins rśmist allar skošanir. Engin ein leiš eša stefna er bošuš. Hęttan er fólgin ķ žvķ aš menn finni ekkert sameiginlegt og tapi įttum ķ leit sinni.

Viš megum jafnframt ekki gleyma žvķ ašalatriši, aš ķ žessum veikleika felst styrkleiki félagsins. Félagiš er vettvangur fyrir višleitni okkar til aš reyna aš skilja stöšu okkar ķ tilverunni og efla andlegan žroska okkar. Viš getum eflt tengsl okkar ķ leit aš visku eša einingu, kjarna kęrleikans. Trśarvišhorf eru almennt grundvölluš į višleitni til aš losna viš eigingirni og til aš leita kęrleika og réttlętis. Viš getum žvķ leitaš žess sannleika, sem er grundvöllur allra trśarbragša og enginn getur eignaš sér. Meš žessum félagsskap gefst okkur meiri kostur į en ella aš kynnast heimspeki, trśarbrögšum, vķsindum og mannžekkingu almennt og viš sjįum aš veriš er aš fįst viš sama višfangsefniš śt frį mismunandi sjónarmišum. Žótt viš hlżšum į erindi meš ólķku innihaldi, mį hafa gagn af žeim öllum, žar sem žau hafa aš geyma sameiginlega žętti, sem hjįlpa ķ višleitni okkar aš skynja, skilja og fį innsżn inn ķ veruleikann, hiš algilda eša gušdóminn.

 

Jón L. Arnalds - Grunnur Gušspekifélagsins


Yoga er ekki trś

 

Yoga er ekki trś. Ķ žvķ felst mikill hugtakaruglingur aš kenna žaš fremur viš ein trśarbrögš en önnur, enda ķ öllum trśargreinum einhver vottur af yoga.

 

Sigvaldi Hjįlmarsson - Haf ķ dropa 


Bśddhismi og Franz Liszt ķ Lķfspekifélaginu um helgina

 

3. febrśar, föstudagur kl 20:30 Sverrir Gušjónsson, kontratenór: Um Buddhisma

4. febrśar, laugardagur kl 15:30 Halldór Haraldsson pķanóleikari kynnir verk eftir Franz Liszt

 

 

Lķfspekifélagiš - The Theosophical Society er alžjóšlegt félag, stofnaš 1875 ķ New York. Höfušstöšvar žess eru ķ Adyar ķ Chennai (Madrasfylki) į Indlandi og žaš starfar ķ deildum um heim allan. Fyrsta grein Gušspekifélagsins į Ķslandi var stofnuš ķ Reykjavķk 17. nóvember 1912. Ķslandsdeild Gušspekifélagsins var stofnuš 1921


« Fyrri sķša

Um bloggiš

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Feb. 2012
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29      

Nżjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (7.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frį upphafi: 96422

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband