31.3.2010 | 09:08
Óvissan
Þegar hugurinn hættir að lokum að flokka í gott eða slæmt, verður allt handan við skiptinguna, hvorki gott né slæmt, ekki hvorugt né bæði, alveg utan við hugsun okkar um þetta. Þannig öðlast maðurinn, með því að losna við, vera óháður. Ef hann þarfnast ekki hamingju, getur hann gefið hana frá sér og þannig sameinast henni. Ef maðurinn þarfnast ekki öryggis, leitar þess ekki, flýr það hann ekki. Með því að láta frá okkur og með því að viðurkenna, öðlumst við. Þannig er það í sálarlífinu. Hér er ekki sagt að svo sé einnig í hinum ytra heimi, það getur verið, en þarf ekki að vera.
Getum við hafnað öryggi og hamingju? Getum við upphafið allar andstæður? Á því er enginn vafi - en við þorum það ekki, við reynum frekar að fanga það sem er - þótt það sé ekki hægt. Þannig lifum við stöðugt í heimi blekkinga. Okkur finnst að við getum eða höfum höndlað það sem ekki er hægt að ráða yfir. Við höldum að við skiljum - en sjáum veruleikann ekki fyrir mynd okkar af honum. Það er ekki hægt að halda því sem er, aðeins blekkingunni. Hugurinn getur ekki fangað það sem er, þess vegna býr hann til blekkinguna til þess að hafa eitthvert öryggi. Það sem er, er líf, tilheyrir okkur og þó ekki, er við og þó ekki. Það er, en er þó eitthvað meira, sífelld umbreyting í eitthvað annað í óvissunni.
Við getum hrokkið inn í takt lífsins og lifað með honum - eins og stendur lifum við eiginlega þvers og kruss um lífsstrauminn. Að hnykkjast inn í taktinn er örlítið átak líkt og að vaða eld eða stökkva úr flugvél í fallhlíf, að öðru leyti en því að það er laust við sýningarþörf eða sýndartilþrif. Til þess að leggja út í lífsstrauminn þarf vilja ákvörðun sem er ekki hugans og beitingu athyglinnar, ákvörðun sem skilur milli vakandi vitundar og sljórrar, milli lífs í samræmi við heildina og lífs í vítahring andstæðna sem er sköpun hugans.
Leyfum huganum að hvílast öðru hvoru í sköpunarleik sínum. Hann þarf ekki stöðugt að búa til andstæður og baráttu. Hann getur hvílst í veruleika andartaksins, dvalið andspænis hverju sem er, eins og það er.
Þegar hugurinn er laus við baráttuna flokkar hann ekkert, ekki einu sinni sjálfan sig. Mín vitund, minn hugur, þín vitund, þinn hugur - er ekki fyrir hendi. Ekkert mitt óöryggi né óhamingja, ekkert mitt öryggi né hamingja. Eitthvað allt annað og óskilgreint getur tekið við, eins konar vissa í óvissunni, hamingja í óhamingjunni. Því eina raunverulega vissan felst í óvissunni og eina raunverulega hamingjan er að finna fyrir óhamingju mannlífsins. Sú hamingja fellst í samkennd með mannlífinu og mannlífið er á stigi óhamingju.
Lesa greinina í heild sinni hér.
Birgir Bjarnason
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2010 | 18:59
The mind for truth
The mind for truth
Begins, like a stream, shallow
At first, but then
Adds more and more depth
While gaining greater clarity.
Saigyo (1118-1190)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 09:20
Vakinn til nýrrar vitundar
Að forðast allt illt
að rækta réttsýni og góðsemi
að hreinsa hugann.
Þetta er kenning þeirra
sem vaknað hafa til nýrrar vitundar. ...
Að tala ekki af skeytingarleysi
skaða ekki aðra
laga sig með ögun að lögmálinu
hófsemi í mat
hæfileg einvera
ástundun innri leitar
þetta er kenning þeirra
sem vaknað hafa til nýrrar vitundar. ...
Í ótta sínum leita menn hælis
á hæðum í skógum,
í helgum lundum og musterum.
En hvergi fá þeir falið sig fyrir þjáningu sinni.
Dhammapada. Vegur sannleikans. Orðskviðir Búdda. Njörður P. Njarðvík íslenskaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2010 | 23:07
LXXXI. Einkenni einfeldninnar
LXXXI. Einkenni einfeldninnar
1. Sönn orð eru ekki fögur; fögur orð eru ekki sönn. Góður maður er ekki þrætugjarn; hinn þrætugjarni er ekki góður. Þeir, sem þekkja Alvaldið, eru ekki hálærðir. Hinir hálærðu þekkja það ekki.
2. Hinn vitri safnar ekki auði. Því meiru sem hann ver öðrum til gagns, því meira á hann sjálfur. Því meira sem hann gefur öðrum, því ríkari er hann sjálfur.
3. Alvaldið himneska er heillaríkt í starfi sínu og veldur ekki skaða. Hinn vitri starfar, en forðast deilur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2010 | 21:16
Hvað felst í því að vera guðspekisinni?
... hvað felist í því að vera guðspekisinni. Hver eru einkenni hans? Minnt skal á, að þetta eru aðeins mínar persónulegu hugleiðingar. Hann kemur mér fyrst og fremst fyrir sjónir sem leitandi og fordómalaus maður. Hann er óháður kreddum, hvers konar einstefnuhugsunarháttur er honum ekki að skapi og hann reynir að temja sér umburðarlyndi. Hann leggur fremur áherslu á það það sem sameinar en það sem sundrar. Um leið og hann leiðir hugann að langtímaþróun, er hann sér einnig meðvitandi um augnablikið sem er að líða. Þá skulum við vona að hann sé hleypi-dómalaus, íhugull og kyrrlátur. Og þó hann reyni að vera í jafnvægi og temji sér yfirvegun ræktar hann jafnframt með sé snerpu og viðbragðsflýti.
Allt sem hér er upp talið er andstætt bókstafstrú, hvaða nafni sem hún nefnist, að ekki sé minnst á ofsatrú hvers konar, sem við höfum verðum óþægilega vör við í heiminum nú á dögum. Hann gerir sér far um að reyna að skilja grundvallaratriði í hegðun mannsins, þess sem liggur að baki hugsjónum hans og hugsunarhætti í stað þess að fylgja blint einhverjum sérstökum stjórnmálaskoðunum eða trúarbrögðum. Einnig því hvers vegna maðurinn þurfi að festa sig í einhverjum slíkum skoðunum, tilheyra einni fylkingu eða annarri. Hann reynir að sjá málin í heild, frá fleiri hliðum.
Auk langtímasjónarmiða gerir hann sér grein fyrir því, að þegar allt kemur til alls er eini raunveruleikinn sem við höfum stundin sem er að líða. Þetta hafa margir hér í félaginu hugleitt, reynt að lifa í núinu. Nýlega heyrði ég skemmtilega hlið á hugleiðingum um núið: Núið er snúið því það er aldrei búið!
Halldór Haraldsson
Lesa greinina í heild sinni hér.
Dagskrá Guðspekifélagsins um helgina
Föstudaginn 26. mars Jón L. Arnalds: Um sálarfræði.
Laugardaginn kl. 14:00 e hugleiðing, kl. 14:30 fræðsluefni Sigvalda Hjálmarssonar í umsjón Birgis Bjarnasonar
Laugardaginn 27. mars Anna S. Bjarnadóttir: Söngur í hjartanu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2010 | 20:21
Mud and Water - Bassui (1327-1387)
The way of Zen began without the establishment of any sect. It is simply a religion which points to the one original mind of all Buddhas and ordinary people. This mind is nothing other than Buddha nature. To see this nature is what is meant by religious practice. When you realize your Buddha nature, wrong relationships will instantly disappear, words will be of no concern, and the dust of the dharma will not stain you. This is what is called Zen. Attaining Zen is becoming a Buddha. This real Buddha is none other than the heart of all beings, the master of seeing, hearing, and perceiving.
Lesa í heild sinni hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 19:56
... og enn vitlausara er að kalla svoleiðis dúllirí beinlínis yoga ...
Ef menn ekki reyna að skilja kenningar um nadíur og layastöðvar í innri líkamsgervinu eða orkusviði því sem umlykur og gegnumsmýgur efnislíkamann, að sögn yoga, þá hafa þeir misst allan kjarnann úr hatha-yoga og stunda það einsog fremur lélega leikfimi.
Ennfremur eru stellingar eða asönur aðeins upphaf marktækrar hatha-yogaiðkunar. Auk þeirra verður að þaulæfa böndhur, eða herpingar, og pranayama, eða andardráttaræfingar, og læra síðan að stilla öllu þessu saman í múdrur.
Þarmeð ætti að vera ljóst að oft er hugtakið hatha-yoga notað um smávægilegt fikt í þeim vísindum, og enn vitlausara er að kalla svoleiðis dúllirí beinlínis yoga - sem ekki á við nema þegar leitast er við að nálgast hinn háa veruleika tilverunnar.
Sigvaldi Hjálmarsson - Haf í dropa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2010 | 16:31
Guðspekifélagið um helgina
Föstudaginn 19. mars
Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson: Hugleiðingar um Jung (2) (Taka 2!)
Laugardaginn 20. mars
Halldór Haraldsson: Að hlusta á tónlist (3)
Laugardaginn 20. mars kl. 14:00 er hugleiðing, kl. 14:30: Farið yfir fræðsluefni Sigvalda.
Guðspekifélagið boðar engar kenningar en hvetur til hugsana- og skoðanafrelsis. Þær hugmyndir sem hér koma fram eru ekki á ábyrgð félagsins eða bindandi fyrir félagsmenn, en settar fram til að hvetja til umræðu og stúdíu um sjálfsrækt og andlega iðkun.Starfsemi félagsins fer fram á fundum, með fyrirlestrum, umræðum, í námshópum og námskeiðum og er öllum opin. sjá nánar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2010 | 20:24
Truth is a pathless land
I maintain that Truth is a pathless land, and you cannot approach it by any path whatsoever, by any religion, by any sect. That is my point of view, and I adhere to that absolutely and unconditionally. Truth, being limitless, unconditioned, unapproachable by any path whatsoever, cannot be organized; nor should any organization be formed to lead or to coerce people along any particular path. If you first understand that, then you will see how impossible it is to organize a belief. A belief is purely an individual matter, and you cannot and must not organize it. If you do, it becomes dead, crystallized; it becomes a creed, a sect, a religion, to be imposed on others.
Krishnamurti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2010 | 23:39
ALLT ER BREYTT ÞÓTT EKKERT HAFI BREYST NEMA ÞÚ - HUGLEIÐINGAR UM KENNINGAR SIGVALDA HJÁLMARSSONAR, SÍÐARI HLUTI
HUGLEIÐINGAR UM KENNINGAR SIGVALDA HJÁLMARSSONAR SÍÐARI HLUTI
"ALLT ER BREYTT ÞÓTT EKKERT HAFI BREYST NEMA ÞÚ"
EFTIR HARALD ÓLAFSSON
Sigvaldi túlkar mörg hugtök í indverskri heimspeki og bendir á hve menn missa af réttum skilningi á hugtökunum ef þeir reyna að fella þau að algengum vestrænum hugsunarhætti.
MÉR kemur ekki á óvart hvaða skoðanir Sigvaldi hafði á menningu og aðlögun að menningarformum. Hann skrifar eins og mannfræðingur þegar hann ræðir um hvernig skynjun fólks er háð hinu menningarlega umhverfi og hvernig einstaklingurinn býr sér til samfellda mynd af umhverfinu, og þar er ekki einungis um að ræða hlutlægar staðreyndir, heldur einnig skynreynd, eins og Sigvaldi kallar það, sem ofin er úr þáttum vitneskju og gilda sem ríkjandi eru í viðkomandi menningarsamfélagi. Menn læra á heiminn og mismunandi samfélög móta ólík tungumál, sem síðan móta hugarheim þeirra sem tala viðkomandi tungumál.
Indverjar og Vesturlandabúar gera sér ekki sömu hugmyndirnar um alheiminn og þau lögmál sem ríkja í náttúrunni. Sigvaldi segir:
Fyrst skal tekið fram að Indverji skilur ekki tilveru sína sundur í efni og anda. Sú aðferð hefur ekki valist honum til að gera sér grein fyrir henni. Í staðinn finnst honum allt, hvaða nafni sem nefnist, vera líf og vitund. Efnislíkami mannsins og efnisheimur yfirleitt telst ekki fyrst og fremst hlutur, heldur skynjun, og því óumdeilanlega tilheyrandi vitundarlífi.
Maðurinn sem lifandi vera er meginatriði málsins. Allt líf er mikilsvert. Fyrir því ber að líta svo á að heimspekikerfin sex (hin indversku) séu leiðir til þroska, ekki einhver sniðugheit til að lesa gátur, því hvað stoðar að leysa gátur nema til að hlúa að grósku mannlegs vitundarlífs? Sama gildir um allar andlegar hreyfingar.
Þaraf sprettur að öll þekking er sjálfsþekking. Vísindi og þekking búa ekki yfir neinu gildi útaf fyrir sig, gildi þeirra er þýðing þeirra fyrir manninn (1976:35- 36).
Indverjar setja þroskann öllu ofar, og þeir líta svo á að allt sé á þroskabraut. Þetta er að mati Sigvalda fólgið í því að allt er breyting sem fram fer í öllu sem lífsanda dregur, og þar af leiðandi er allt á leið inn í brahman eða atman, þetta sem einlægast er kannski að kalla það. Og iðkun jóga er þegar allt kemur til alls einungis til að hraða þessari breytingu vitandi vits (1976:38).
Harla fróðleg er umræða Sigvalda um guðshugmyndir Indverja. Úr því að öll tilveran er lifandi heild samtímis því sem hún á yfirborðinu birtist í ótal myndum, er ekkert eðlilegra en guð hafi mörg nöfn, og margvíslega mismunandi eiginleika. Allir guðir eru bara mismunandi andlit á brahman-atman, það-inu. Meðal lærdómsmanna hindúa rekst maður á þá skoðun að hindúismi sé í raun ekki síður eingyðistrú en kristindómurinn. Hindúisminn viðurkennir ekki að trúarjátningar eða kennisetningar séu æðri en upplifun, reynsla og innsæi.
Sigvaldi túlkar mörg hugtök í indverskri heimspeki og bendir á hve menn missa af réttum skilningi á hugtökunum ef þeir reyna að fella þau að algengum vestrænum hugsunarhætti. Hann hafnar því að nirvana þýði útslökknun þó að orðið sé notað um að slökkva á kerti. En sé allt líf eins og haldið er fram í indverskri hugsun getur ekki verið um að ræða að eitthvað eyðist og hverfi. Allt er líf og þar af leiðandi enginn dauði. Atman er líka varasamt hugtak. Oft er það þýtt sál, en algengara er þó að kalla það sjálf. Atman er einfaldlega hinsti veruleiki tilverunnar, brahman, eins og menn upplifa það innra með sér (1976:43-44).
Þá er ekki síður lærdómsríkt að sjá hvernig Sigvaldi fjallar um jóga og þær hættur sem felast í því að telja að jóga sé einhver aðferð til þess að búa til fólk sem gætt er einhverjum óvenjulegum hæfileikum og eiginleikum. Hann varar einnig við því að taka of alvarlega þegar jóga-iðkendum er lofað hreysti og hamingju í fornum indverskum ritum. Þar sé um að ræða skrúðmælgi og segi varla annað en að æfingarnar komi fólki almennt til góða. Öll sölumennska og yfirborðsleg kennsla í jógafræðum er að hans dómi skaðleg. Jóga er aðferð til þess að hraða þroska mannsins á þeirri braut til meiri þroska sem allir eru á.
Sjá greinina í heild sinni hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
OM - ॐ
Færsluflokkar
Tenglar
Hugleiðslunámskeið á Íslandi
- Námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni
- Sahaja yoga-hugleiðsla
- Hugleiðslunámskeið hjá Brahma Kumaris
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Andartak.is - Kundalini jóga og hugleiðsla
- Zen-hugleiðslunámskeið
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Innhverf íhugun
Frí hugleiðslunámskeið á Netinu
- Free Meditations
- Námskeið í búddískri hugleiðslu
- Námskeið í Kundalini yoga
- Free online meditation course
- Free Sahaja meditation course online
Hugleiðsla
Hér er að finna tengla þar sem þú getur lært og kynnt þér hugleiðslu.
- Listin að hugleiða
- Zen á Íslandi - Zen-hugleiðsla
- Kristbjörg
- Kundalini-hugleiðsla
- Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
- SGI-búddismi á Íslandi
- Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi
- Skandinavíski yoga- og hugleiðsluskólinn
- Leiðbeiningar fyrir Zen-hugleiðslu
- Sahaja Yoga
- Brahma Kumaris - Raja Yoga hugleiðsla
- Jack Kornfield - Insight Meditation (vipassana)
- Centerpointe
- Ljósmiðlun
- Traditional Yoga and Meditation of the Himalayan Masters
- Innhverf íhugun
- Vipassana meditation course
Helg forn rit
- Veda-ritin
- Bhagavad Gita
- Bhagavad Gita
- Upanishads
- Upanishads
- Shiva sutra
- Brahma Sutra
- Yogasútrur Patanjalis
- Rig Veda
- Sama Veda
- Hatha Yoga Pradipika
- Shiva Samhita
- Gheranda Samhita
- Sacred Texts (Helg indversk rit)
- Biblían
- Dhammapada
- Kóraninn
Tímarit um andleg málefni
- Tímaritið Knowledge of reality
- Bindu - Tímarit Skandinavíska yoga- og hugleiðsluskólans
- Tímaritið Gangleri
- Primary Point - Zen
- Efnisskrá Ganglera frá 1926
- The Sufism Journal online
- The Theosophist
Bækur á íslensku um andleg málefni
- Starfsrækt (Karma yoga) - Swami Vivekananda
- Allar bækur Gunnars Dal
- Bækur eftir Alice Baily
- Martínus - Bækur á íslensku
- Launviska Vedabóka
Bækur um andleg málefni
- The Unknown Life of Jesus Christ
- Bók um Kriya Yoga
- Sjálfsævisaga Jóga
- Whispers from Eternity - Paramahansa Yogananda
- The Path - Swami Kriyananda
- God is for Everyone - Inspired by Yogananda
- My time with the master - Paramahansa Prajnanananda
- The Universe Within - Paramahansa Prajnanananda
- The art and science of Raja Yoga - Swami Kriyananda
- Complete work of Swami Vivekananda
- Gopi Krishna - Bækur, greinar og viðtöl
- Bókin Zen and the brain
- Zen Mind, Beginner´s Mind - Shunryu Suzuki-roshi
- Manual of Zen Buddhisim - D. T. Suzuki
- Stripping the Gurus
- Rödd þagnarinnar á ensku
- Eckhart Tolle - Stillness Speaks - Hljóðbók
- Bækur eftir Ramana Maharshi
- Saundarya Lahiri
- The Meditative Mind - Krishnamurti
- Krishnamurti´s Notebook
- Meditations - Krishnamurti
- The Serpent Power
- C. W. Leadbeater - Chakras: A Monograph
- Kundalini Yoga - Swami Sivananda
- Fríar bækur með Krishnamurti
- The Tibetan Book of Dead
- Karma Yoga - Swami Vivekananda
- Leiðarljós (Light on the Path) á ensku
- The Power of Now - Hljóðbók
- Hljóðbókin Breath sweeps mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
- On Having No Head
Greinar um andleg málefni
- Greinasafn Lífspekifélagsins/Guðspekifélagsins
- Greinar eftir Sigvalda Hjálmarsson
- Greinar og rannskóknir tengdar kundalini
- Krishnamurti - Greinar, viðtöl og tilvitnanir
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - I. Hluti
- Hugleiðingar um kenningar Sigvalda Hjálmarssonar - II. hluti
- Greinar úr zen-tímaritinu Primary Point
- Greinar eftir dr. Erlend Haraldsson
- Greinasafn Jóns L. Arnalds
- Yður er í dag frelsari fæddur? - Njörður P. Njarðvík
- Yoga og geðrækt
- Leiðin til hugljómunar - Sigvaldi Hjálmarsson
- Geinar úr tímaritinu Quest
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Íslenskir
- Kærleikssetrið
- Jógakennarafélag Íslands
- Lífspekifélagið/Guðspekifélagið
- AA
- CoDa
- Viska og gleði
- Kærleikssamtökin
- Björg Einarsdóttir
- Trú.is
- LAUSNIN - Baráttusamtök gegn meðvirkni
- Dharma.is - Innsæishugleiðsla
- Dulheimar - Andleg þróunarheimspeki
- Vetrarbrautin.com
- Listi yfir skráð trú- og lífskoðunarfélög á Íslandi
Ýmsir tenglar andlegs eðlis - Erlendir
- DharmaTalk með Thich Nhat Hanh
- Agni Yoga
- Meditation of the Himalayan Masters
- Vedanta Society
- Vedanta.com
- tantra-kundalini.com
- Ayurveda-próf - Hvaða líkamsgerð ertu?
- Prajnanamission
- Big Mind
- Vedanta Spiritual Library
- Great Integral Awakening
- Sounds True
- Wildmind - Buddhist Meditation
- Institute for Consciousness Research
- Biology of Kundalini
- Kundalini Research Network
- Hindu Tantrik Tradition
- Inner Self
- Spirit Voyage
- Dalai Lama kyrjar möntru úr Rig Veda
- Ýmislegt um Ramakrishna
- The Five Tibetan Rite
- Message from masters
- Bæklingur um sanskrítarframburð
- The Theosophical Society - International Headquarters
- Sri Vidya
- Vedanet
- Eastern tradition - Eastern Tradition Research Archive
- Lífspekifélög/Guðspekifélög um allan heim
Ýmsir andans menn
- Sigvaldi Hjálmarsson
- J. Krishnamurti
- Ken Wilber
- Gopi Krishna
- Swami Sivananda
- Osho
- Deepak Chopra
- Swami Vivekananda
- Sri Ramakrishna
- Yogi Hari
- Eckhart Tolle
- Yogi Shanti Desai
- Yogi Amrit Desai
- Shunryu Suzuki roshi
- Ramana Maharishi
- Sri Aurobindo
- Paramahansa Yogananda
- Paramahamsa Hariharananda
- Jakusho Kwong-roshi
- Jack Kornfield
- Swami Rama
- Grétar Fells
- D. T. Suzuki
- Dalai Lama
- Thich Nhat Hanh
- Eckhart Tolle
- Helena Blavatsky
- Paramahamsa Prajnanananda
- Rupert Spira
- Bodhidharma
- Om Swami
Lífspeki/Guðspeki
- Lífspekifélag Íslands
- Lífspekifélagið í USA
- Helena Blavatzky
- Facebook-síða Lífspekifélags Íslands
- Aðalstöðvar Lífspekifélagsins á Indlandi
Kriya Yoga
Hér er að finna tengla tengda Kriya Yoga
- Kriya Yoga Institute
- Paramahansa Hariharananda
- Paramahamsa Prajnanananda
- Bækur um Kriya Yoga eftir Hariharananda og Prajnananda
- Self-Realization Fellowship
- Ananda: The Teaching of Paramahansa Yogananda
- Cyberspace Ashram for Kriya Yoga
- Bókin Sjálfsævisaga jóga (Autobiography of a Yogi)
- Kriya Yoga - Swami Shankarananda Giri
- Kriya Yoga - Yogi Dhirananda
- Bók um Kriya Yoga á Netinu
- Kriya Yoga in the Lahiri Mahasaya family tradition
- Babaji´s Kriya Yoga
- Myndbönd um kriya yoga
- Prajnanamission
- Babaji Kriya Hatha Yoga - 18 Kriya Postures
- Umsókn - Kennslustundir hjá SRF
Hatha Yoga (Líkamsstöður - Teygjur)
- Yogavin
- Jóga hjá Kristbjörgu
- Jóga Stúdíó
- Jógakennarafélag Íslands
- Jóga Jörð
- Jen Reviews
- Sólir
- Yogashala
- Jógakennarar og jógastöðvar á Íslandi
Zen
- Zen á Íslandi
- Sonoma Mountain Zen Center
- Bókin Zen Mind, Beginners Mind eftir Shunryu Suzuki-roshi
- Bókin No Beginning. No End eftir Jakusho Kwong-roshi kennara Zen á Íslandi
- Hljóðbókin Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong-roshi
- The Teaching of Shunryu Suzuki-roshi
- San Francisco Zen Center
- Myndbönd með Suzuki-roshi
- Plum Village - Thich Nhat Hanh
- Zen of Recovery - Mel Ash
- Zen Road
- Zen sútrur
- Kwan Um School of Zen
- Daily Zen
- Big Mind
- Zen Peacemakers
- Suzuki-roshi 50
- Hljóðbókin Zen mind, beginner´s mind
- The Suzuki Roshi Audio Archive
- Opening the Hand of Thought Bók eftir Kosho Uchiyama
- To shine one corner of the world : moments with Shunryu Suzuki : stories of a Zen master told by his students
- How to Cook your Life - Dogen
- The Art of Just Sitting: Essential Writings on the Zen Practice of Shikantaza
- On Zen Practice
Bloggvinir
-
thesecret
-
gudjonbergmann
-
gyda
-
heringi
-
gudmundurhelgi
-
braxi
-
fruheimsmeistari
-
vilborg-e
-
steina
-
ludvik
-
maggadora
-
baenamaer
-
perlaheim
-
vestfirdir
-
vglilja
-
palmig
-
einherji
-
andreaolafs
-
flinston
-
birnarebekka
-
tilfinningar
-
dizadj
-
gylforce
-
esa-emorea777
-
estersv
-
eydis
-
gudjonelias
-
heildraent-joga
-
heildraent-lif
-
guru
-
tru
-
fun
-
jensgud
-
josira
-
katrinsnaeholm
-
kari-hardarson
-
kiza
-
kjarvald
-
kristinnhalldor
-
kiddirokk
-
krilli
-
laufherm
-
mariaannakristjansdottir
-
manisvans
-
nanna
-
aronsky
-
huldumenn
-
ragjo
-
rose
-
straitjacket
-
vinur
-
nimbus
-
slembra
-
svanurg
-
toshiki
-
hanoi
-
thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 96835
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar