Lífspekifélagið - Félag fyrir þá sem ekki vilja vera í félögum

Mig langar í þessu sambandi að tilfæra orð Sigvalda Hjálmarssonar um Guðspekifélagið [Heitir nú Lífspekifélagið] í gömlu erindi, en hann orðaði þessa hluti manna best sem ég þekki. Hann sagði eitthvað á þessa leið:

   ,,Þörf er á félagi sem tekur alla tilveru mannsins fyrir sem eina heild og er utan við alla skóla og sérgreinar, og án þess að verða sjálft þannig ... Félag sem er leið milli trúar og vísinda; finnur vísindin í trúnni og andlegheitin í vísindunum ... Félag fyrir þá sem vilja vita sjálfir og reyna fyrir sér sjálfir ... sem vilja rannskaka og gefa gaum að ýmsu sem enginn annar vill gefa gaum ...  Að athuga hvaðeina eins og það er. Td. Taoisma eins og Taoistar skilja hann ... Að athuga þann möguleika að bæta heiminn með því að bæta sjálfan sig.

   Félagið á að vera opinn vettvangur fyrir beinar alhliða athuganir einstaklinganna á eðli mannsins, lífi hans og vitund.

   Félagið er samtök sem byggjast á frelsi ... Ekki samtök manna sem hafa sömu skoðanir, heldur hafa áhuga á sömu athugunum.

   Slíkt félag er mögulegt nú á tímum vegna vitundarþroska, þekkingar og samgangna sem gerir mögulegt að tengja saman menningarheildir, heimspeki, trú og vísindi allra tíma. Við vonum að fólk sé komið á það stig að gera athugað án þess að vera annaðhvort með að á móti. og þar með er komin ný merking í hugtakið ,,aðhyllast": Að telja eitthvað þess virði að það sé athugað gaumgæfilega.

Guðspeki [Lífspeki] er þá að nálgast sannindin sífellt betur og betur, óháð kenningum og kennisetningum og leyfa sér ekki að stansa við neinar niðurstöður."

...

Ég hygg að Guðspekifélagið [Lífspekifélagið] komist næst því að geta hýst þessa manntegund, því það er eiginlega ,,félag fyrir þá sem ekki vilja vera í félögum." 

 

Brot úr grein eftir Geir Ágústsson sem birtist í hausthefti Ganglera árið 1987.

Hægt er að fá gömul hefti af Ganglera á 100 kr. í Lífspekifélaginu.

www.Lifspekifelagid.is


Hver einasti maður, hver einasta lifandi vera, ekki-þekkir guð ...

Hver einasti maður, hver einasta lifandi vera, ekki-þekkir guð, og kemst ekki með nokkru móti hjá því. Gerðu ekki orðið „guð” að fortjaldi milli þín og þeirrar reynslu sem er guð. Guð er ekki einasta hér og nú, hann er nær þér en hér og nú. Hann er nær þér en þín eigin tilfinning fyrir að vera til. Hann er það sem er eftir þegar allt hefur verið tekið frá þér. Hann verður ekki fundinn, enda ekki hægt að glata honum — öllu öðru geturðu glatað. Þú getur afneitað öllu öðru og „syndgað” á móti öllu öðru, en ekki honum, því hann er bæði í afneituninni og syndinni.

Sigvaldi Hjálmarsson – Úr bókinni Stefnumót við alheiminn sem senn verður endurútgefin og mun fást hjá Lífspekifélaginu.


Lifspekifélagið um helgina - 150 ár liðin frá fæðingu Vivekananda og hugleiðing

 

Föstudaginn 8. mars kl. 20:00.
Erindi: Halldór Haraldsson: 150 ár
liðin frá fæðingu Swami Vivekananda.

Þessa er minnst víða um heim og mikil     hátíðahöld á Indlandi í tilefni þessa afmælis. Vivekananda var fyrsti raunverulegi yoginn sem heimsækir Vesturlönd. Fjallað eru um ævi, störf og kenningar Vivekananda og þau hátíðahöld sem nú fara fram.

 

9. mars laugardagur
kl 15:30 Hugleiðing/íhugun
Kl 16:00 Kaffi
Kl 16:30
Birgir Bjarnason leiðir
hugleiðingu og fjallar um hugrækt og iðkun íhugunar.

www.lifspekifelagid.is


Lærðu að meta líf þitt

„Ekki falla í gryfju tvíhyggjunnar. Vertu sannarlega eitt með lífi þínu sem hinn óræði hugur nirvana.“

Laugardaginn 9. mars nk. kl. 10:15 - 11:15 mun Gunnlaugur Már Pétursson kynna fyrir okkur þýðingu sína á kaflanum „Lærðu að meta líf þitt“ úr samnefndri bók eftir Zen meistarann Taizan Maezumi (1931-1995), en hann var einn af fyrstu Zen kennurunum sem kenndi á Vesturlöndum. Allir eru velkomnir.

www.zen.is


Bústaðarferð fyrir kriya yoga iðkendur

Bústaðarferð 22. -  29. mars

Vikuna 22. - 29. mars verður bústaðarferð fyrir kriya yoga iðkendur. Tilgangur ferðarinnar er að stunda hugleiðslu, vera í góðum hópi og ræða andleg málefni.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við Gumma í síma 6918565.
Verði fyrir vikuna er 5000 kr.

« Fyrri síða

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Mars 2013
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 96431

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband