Neti og iti - Munurinn á virkri og óvirkri andlegri leit og hvernig þetta tvennt getur farið saman.

 

„Það hafði rignt alla nóttina og mestallan morguninn og nú var sólin að hverfa bak við dimm og þungbúin ský. Himinninn var sem litlaus, en ilmur af regnvættri jörðinni fyllti loftið. Froskarnir höfðu kvakað alla nóttina, en með morgninum urðu þeir hljóðir.“
Þannig hefst ein af mörgum náttúrulýsingum J. Krishnamurtis sem gefa okkur nokkra innsýn í þann hug sem býr yfir andlegum tærleika og það hvernig hann sér og upplifir umhverfið eða öllu heldur þegar það á sér stað skoðun, handan skoðanda og hins skoðaða.
Síðan heldur hann áfram: „Trjástofnarnir voru dökkir af regninu og laufblöðin, sem ryk sumarsins hafði skolast af, mundu aftur verða græn og full af lífi eftir fáeina daga. Grasvellirnir mundu líka verða grænni, trjárunnarnir mundu bráðum blómstra og gleðin ríkja. Hve regnið var velkomið eftir allan hitann og rykið! Fjöllin handan hæðarinnar virtust ekki vera of fjarri og golan frá þeim var bæði svöl og hrein. Það mundi verða meira um vinnu, gnægð matar og hungur mundi heyra fortíðinni til. Einn þessara stóru, brúnu arna hnitaði hringa í loftinu, svífandi í andvaranum án þess að blaka vængjunum. Hundruð fólks á reiðhjólum voru á heimleið eftir langan vinnudag á skrifstofunni.“


 
Gesturinn sem beðið hafði um viðtal var fyrrverandi embættismaður hjá stjórninni. Hann hafði hlotið fyrsta flokks menntun bæði heima og erlendis. Hann var kvæntur og átti uppkomin börn. Vel að sér í sanskrít og þekkti helgiritin. Skyndilega fékk hann óstjórnlega löngun til að verja því sem eftir var ævinnar í íhugun, helga lífið andlegri leit. Hann tjáði þetta konu sinni og tveim sonum sem voru við háskólanám. Hann hafði lagt til peninga handa konu sinni og fyrir námi sona sinna. Þetta hafði gerst fyrir 25 árum. Hann beitti sjálfan sig hörðum aga sem var honum erfitt eftir þægilegt líf. Það tók hann langan tíma að ná stjórn á ástríðum sínum. Að lokum tók hann að fá sýnir af Búddha, Kristi og Krishna, töfrandi af fegurð og dögum saman lifði hann í eins konar leiðslu.
„Ég hafði tekið að mér nokkra lærisveina og einn þeirra benti mér á að hlýða á einn af fyrirlestrum yðar. Þar var sagt að án sjálfsþekkingar væri öll íhugun sjálfsdáleiðsla, endurspeglun eigin hugsana og óska.“ Í lok viðtalsins við Krishnamurti segir gesturinn: „Ég hef verið upptekinn af íhugandanum, leitandanum, þeim sem reynsluna hlýtur, sem er ég sjálfur. Ég hef lifað í skemmtilegum garði, búnum til af sjálfum mér og hef verið fangi í honum. Ég sé núna, óljóst að vísu, að allt þetta er falskt - en ég sé það.“

 

 

Brot úr erindi eftir Halldór Haraldsson

 

Lesa erindið í heild hér:

 


 


Zen-hugleiðslunámskeið á mánudaginn

 

Mánudaginn 12. apríl verða leiðbeiningar fyrir byrjendur í zen-hugleiðslu. Áhugasamir hafið samband við Michael. mikhaelaaron@gmail.com

 

 

www.zen.is

 

 

   Zen does not confuse spirituality with thinking about God while one is peeling potatoes. Zen spirituality is just to peel the potatoes.

-Alan Watts-


... accept the consequences

 


Wherever you are, be there totally.  If you find you’re here and now intolerable and it makes you unhappy, you have three options:  remove yourself from the situation, change it, or accept it totally.  If you want to take responsibility for your life, you must choose one of those three options, and you must choose now.  Then accept the consequences.

 

Eckharte Tolle


Dagskrá Guðspekifélagsins um næstu helgi

 

Föstudaginn 9. apríl kl. 20:30 heldur Ragnheiður Erla Bjarnadóttir: erindi, sem hún nefnir : Altaristöflur, í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.

 

 

Laugardaginn 10. apríl. Opið hús og Kl. 15:30:
verður sýndur þáttur af DVD-mynddiski frá National Geographic um Júdasar-guðsjallið.

Á fimmtudögum kl. 16.30 - 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta.

 

 

www.gudspekifelagid.is

 

 


The nature of the one Reality ...

 

The nature of the one Reality must be known by one's own clear spiritual perception; it cannot be known through a learned person. Similarly, the form of the moon can only be known through one's own eyes. How can it be known through others?

Shankara


Karma-kenningin

 

Deila má um hvort kenning skapar hugsunarhátt eða hugsunarháttur kenningu. En mig grunar að karma-kenningin sé tilraun til að gefa nokkra mynd af lífsviðhorfi sem í rauninni kemst ekki fyrir í kenningu, lífsviðhorfi sem rækt hefur verið á Indlandi að líkindum í 4000-5000 ár meðal nokkurs hluta fólks og þó aðallega yogum. Fyrirþví er engin skýring tæmandi á karma-viðhorfinu fremuren lífinu sjálfu.

En það á að vera nýtilegt í daglegu lífi:

Þú ert það sem þú hugsar og starfar, þú umskapar sjálfan þig dag frá degi með því sem þú hugsar og starfar.

Úrþví þú ert þarna að verki sjálfur geturðu ef þú vilt tekið þér fyrir hendur að ráð hvernig þessi umsköpun verður.

Það gerðir þú með yogaiðkun, en ekki síður í daglegu lífi - með því að fylgjast með sjálfum þér andartak framaf andartaki, reyna að vera óháður, særa engan og stara án hugsunar um laun.

 

Sigvaldi Hjálmarsson - Haf í dropa. (Lokaorð kaflans Spurning um örlög manna)


Meditation may protect your brain

 

For thousands of years, Buddhist meditators have claimed that the simple act of sitting down and following their breath while letting go of intrusive thoughts can free one from the entanglements of neurotic suffering.

 

Now, scientists are using cutting-edge scanning technology to watch the meditating mind at work. They are finding that regular meditation has a measurable effect on a variety of brain structures related to attention — an example of what is known as neuroplasticity, where the brain physically changes in response to an intentional exercise.

 

 

Lesa greinina, sem birtist á Wildmind,  í heild sinni hér.


« Fyrri síða

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2010
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96834

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband