Religion - God - Spirituality

 

Religion is man organizing God, spirituality is God organizing man.


Zen-fyrirlestur á morgun, fimmtudaginn 7.apríl kl.19:30

 

Á morgun, fimmtudaginn 7. apríl kl. 19:30 verður Ástvaldur Zenki með fyrirlestur og spjall um zen iðkun og vakandi athygli. Mig langaði til þess að tala um Karma, lögmál orsaka og afleiðinga. Karma er þekkt hugtak á Vesturlöndum og víða notað í almennu tali t.a.m. hér á landi. En hvað þýðir karma í raun og hvernig tengist það okkar lífi og tilveru? Í spjallinu mun ég styðjast við bókina Each Moment is the Universe eftir Katagiri roshi.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Grensásvegi 8, efstu hæð til vinstri (gengið inn á suður gafli baka til). Aðgangur er ókeypis og hefst fyrirlesturinn sem fyrr segir kl. 19:30 með 30 mínútna zazen og líkur kl. 21:00. Allir hjartanlega velkomnir :-)

 

www.zen.is


Ég var í þrjá daga í þessu ástandi fullkominnar hamingju ...

 

Kvöld eitt gat ég ekki hugsað mér að fara í rúmið heldur sat þegjandi alla nóttina, döpur í bragði og full iðrunar. Loks birti af nýjum degi og fuglarnir fóru að syngja. Þá tók ég skyndlega eftir því að tilfinning mín fyrir fuglasöngnum var einkennilega næm. Ég leit út í garðinn og sá þar sitjandi svartþröst og það var eins og ég hefði aldrei séð svartþröst áður. Hann bjó yfir merkingu sem var mér algerlega ný og mér fannst að þessi svartþröstur væri raunverulegasti hlutur sem ég hefði nokkurn tíma séð og bara að horfa á hann með þessu móti gæfi lífinu nægilegt gildi.

Næstu dagar voru ólíkir öllum öðrum. Ég hafði skyndilega öðlast ofurnæmi fyrir öllu sem ég sá og heyrði og ég var einnig næmari og viðkvæmari fyrir áhrifum frá öðru fólki. Hlutir sem ég sá, t.d. trjálundur, öðluðust um stund óvænt gildi eins og svartþrösturinn. Ég skildi að eitthvað nýtt var í vændum, einhvað nýtt var að fæðast.

Kvöld eitt sat ég og horfði á alparós sem ég hafði sett í vasa. Ég virti fyrir mér blómið án nokkurs tilgangs annars en að njóta fegurðar þess. Þá skynjaði ég skyndilega samband mitt við það eins og það og ég rynnu saman í eitt. Tilfinningin virtist koma frá enninu og var ákaflega skýr og hamingjurík. Aðstæðurnar sem virtust hafa stuðlað að þessu ástandi voru þær að hugurinn var rólegur og engar langanir bærðu á sér og þess vegna gafst mér frelsi til að horfa í alvöru á blómið og sjá það eins og það var.

Ég óskaði mér að ég gæti þekkt alla hluti á þennan hátt og hugsaði svo: Hvers vegna ekki? Það sem stöðvaði mig frá því var aðeins ég sjálf. Voru nokkur takmörk fyrir þeim kærleika sem ég gat veitt því sem ég skynjaði? En ég gerði mér um leið ljóst að þetta hafði ekki verið afstaða mín megnið af ævinni. Ég hafði hugsað einhver ósköp um hluti sem ekki voru þess virði. En nú skildi ég ekkert í sjálfri mér hvernig ég gat eytt svo miklum tíma ónæm fyrir umhverfinu og án þess að gefa gaum að því ... .



Nokkrum dögum síðar varð ég fyrir reynslu sem kórónaði allt sem áður hafði gerst. Þetta var um morgun og ég hafði kveikt á útvarpinu til þess að hlusta á tónleika. Um leið og fyrsti tónninn hljómaði gerðist eitthvað í huganum sem ég mundi helst vilja líkja við heyranlegan smell og ég fann að allt var gjörbreytt. Það var því líkt að þessi aðgreiningar-égkennd, sem við öll höfum, hefði smollið burt en í staðinn var kominn tærleiki, blessunarríkt, undursamlegt tóm. Í þessu tómi voru engar hindranir. Götusteinarnir voru jafn frábærlega fagrir og mikilvægir og fólkið. Gamaldags reiðhjól, sem lagt hafði verið úti á götu, var dásamlega og skemmtilega skrýtið. Engu var líkara en að hugur minn gæti nú sökum tærleika síns og tóms falið í sér án fyrirvara allt sem hann skynjaði, hvort heldur var fólk, dýr eða hlutir. Ég var í þrjá daga í þessu ástandi fullkominnar hamingju ... .

 

Lesa í heild sinni hér (og nú).

 


The River Longs to Return to the Ocean

 

Most people have not discovered a way to know their true nature or to become intimatewith their original mind. What these terms express is completely foreign to them. So I don’t think our focus on what is new and fast can ever deeply satisfy us in this way. It’s the repetition, the power of repetition, the very opposite of distraction that helps to calm and soothe the mind and heart.This is what gives us the sense that there is some place that is a refuge. A place that holds the assurance that we know we are here, that we can always return to this space and that we know how to arrive. We are going home. Like the river we’re runningto the ocean. That’s where we really want to go.  

 

Jakusho Kwong-roshi – No Beginning. No End. The River Longs to Return to the Ocean.

 


Námskeið í zen-hugleiðslu mánudaginn 4. apríl

 

Allir eru velkomnir á hugleiðslunámskeið! - MÁNUDAGINN 4. apríl KL. 19.00 ZAZEN (hugleiðsla) LEIÐBEININGAR

 

Námskeið eru haldin fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl.19:00 (nema ef almenn dagskrá er ekki hafin á fyrsta mánudegi mánaðarins, eins og td. eftir vetrarfrí, þá er námskeiðið fyrsta mánudag eftir fyrsta iðkunardag). Námskeiðið kostar 3000,-kr +(2000kr fyrir trúfélaga) og er iðkun allan mánuðinn innifalin í verðinu. Þátttakendur eru beðnir um að leggja inn fyrirfram á Zen á Íslandi – Nátthaga í heimabanka. Kennitalan er  491199-2539 og reikningsnúmerið er 111 26 491199. Einnig er hægt að greiða í peningum.

Mikhael Aaron Óskarsson er leiðbeinandi. Áhugasömum er bent á að senda honum póst og skrá sig. (mikhaelaaron@gmail.com)

Þátttakendur læra m.a.:

  • Sitjandi zen-hugleiðslu sem kallast Zazen eða sitjandi Zen
  • Kinhin (gönguhugleiðslu)
  • Formið í setusalnum og rétta líkamsstöðu við Zen hugleiðslu á púða eða stól
  • Að fylgjast með inn- og útöndun í þögn


www.zen.is


Mundaka Upanishad - 3. hluti, 2. kafli

 

4.

Sjálfið verður ekki fundið af manni, sem

skortir þrek og árverkni og rétta íhugun.

En leiti maður þess með réttu hugarfari, þá mun

það sjálft opinberast í vitund hans.

 

5.

Þegar vitrir menn hafa fundið sitt innra

sjálf, ná þeir fyllingu í vizku, meðvitandi

um mikilvægi andans í fullkomnum innri firði.

Og þegar þessir vitru menn hafa fundið hinn

allsstaðar nálæga lífsanda, þá sameinast þeir

hinu eilífa.

 

6.

Þeir vitru menn, sem eygt hafa markmið

vizku Vedanta, hreinsað kenndir sínar fyrir

iðkun yoga, þeir öðlast frelsi að lífi loknu

í eilífð Guðs.

 

7.

Efnispartarnir hverfa til uppruna síns, en

andinn, vizkan og verkin verða eitt með hinu

æðsta ódauðlega.

 

Launviska Vedabóka - Mundaka Upanishad - 3. hluti, 2. kafli (Sören Sörenson endursagði úr frummálinu)


Hin alheimslega yogahefð - Radha Burnier

 

MEÐ FRAMÞRÓUN vísinda og tækni hefur trúarsannfæring misst tök sín á hugum fólks. Kynslóð sú sem alin hefur verið á vísindum finnur lítinn tilgang í formrænum trúarbrögðum með kirkjuathöfnum, gagnrýnislausri sannfæringarafstöðu, viðtekinni valdastöðu prestastéttarinnar og afskiptum hennar af persónulegu lífi manna. Hins vegar fylla afþreying og spenna velferðarþjóðfélagsins ekki það tóm sem glötuð trú skilur eftir í hjörtum manna, né eru þær farvegur fyrir djúpa þrá í hið yfirskilvitlega sem gerði trúarbrögðin að alheimslegri hreyfingu. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir að innri hamingja og raunveruleg lífsfylling verður ekki fengin með því að hagræða ytri aðstæðum, þær verða að spretta upp úr djúpi sjálfrar vitundarinnar.

Lesa greinina í heild


Lífspekifélagið - Dagskrá

 

Föstudaginn 1. april kl. 20:30 Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur: Bókstafstrúin og skaðsemi hennar Bókstafstrúin er ekki bara í kristninni. Hún er alls staðar, í gyðingdómi og islam svo eitthvað sé nefnt

 

Á laugardögum er opið hús frá kl. 15 - 17 með dagskrá kl. 15:30.

Hugleiðing og fræðsluefni frá Sigvalda Hjálmarssyni. Á laugardögum kl. 14.

 

Laugardaginn 2. apríl Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi: Mannsheilinn – byggt á bókinni Heilareglur sem kom út fyrir jólin, eftir dr. John Medina.

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2011
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband