Hugljómun Krishnamurtis

 

Árið 1922 urðu tímamót í lífi hans. Krishnamurti var þá staddur í Ojai-dalnum í Kaliforníu. Hann virðist hafa náð því vitundarástandi sem kallað er hugljómun; kúndalíniorkan, sem hefur samkvæmt fræðum jóga aðsetur í neðstu orkustöð líkamans, steig upp eftir hryggsúlunni til að sameinast höfuðstöðinni. Þessu ferli, sem stóð yfir í nær tvö ár, fylgdi megn sársauki. Krishnamurti var stöðugt þjáður, með brunaverk og æðaslátt í hnakkagrófinni og neðst í hryggnum. Um þá reynslu er fylgdi þessari ummyndun skrifaði Krishnamurti:   

 

 

 

,,Þar [undir pipartrénu] settist ég með krosslagða fætur í hugleiðslustellingum. Þegar ég hafði setið þannig góða stund, fann ég að ég yfirgaf líkamann, ég sá sjálfan mig sitjandi undir smágerðu limi trésins. Andlit mitt sneri í austur. Fyrir framan mig var líkami minn og yfir höfði mér sá ég Stjörnuna, bjarta og skýra. Svo fann ég sveiflurnar frá herranum Búdda; herrann Maitreya birtist mér og einnig meistari K.H. Ég var alsæll, rólegur og í sátt við allt. Ég sá enn líkama minn og sveif skammt frá honum. Alger kyrrð ríkti bæði í loftinu og innra með mér, sama kyrrð og á botni ómælisdjúps stöðuvatns. Ég fann að yfirborð efnislíkama míns, með hugsunum sínum og geðshræringum, var hægt að ýfa, líkt og yfirborð vatnsins, en ekkert, nei ekkert gat raskað ró sálar minnar. Ég fann návist hinna voldugu vera stundarlangt, en svo hurfu þær á brott. Eg var óumræðanlega sæll því að mér hafði hlotnast sýn. Ekkert gat framar orðið eins og áður. Ég hafði bergt á hreinu og tæru vatninu í uppsprettulind lífsins og þorsta mínum var svalað. Aldrei framar gæti ég orðið þyrstur, aldrei framar gæti ég verið í algeru myrkri. Eg hef séð Ljósið. Eg hef komist í snertingu við samlíðanina sem læknar allar sorgir og þjáningar; ekki fyrir sjálfan mig, heldur fyrir heiminn. Ég hef staðið á fjallstindinum og litið augum hinar máttugu verur. Aldrei framar mun algert myrkur geta umlukt mig; ég hef séð græðandi Ljósið í allri dýrð sinni. Uppspretta sannleikans hefur opinberast mér og myrkrinu hefur verið sópað burt. Kærleikurinn í allri dýrð sinni hefur upptendrað hjarta mitt; hjarta mitt getur aldrei lokast. Ég hef bergt af lind fagnaðar og eilífrar fegurðar. Ég er upptendraður af guði."   

 

 

 

 

Sjá frekari umfjöllun um Krishnamurti: http://www.sigurfreyr.com/krishnamurti.html

 


I have nothing to teach

 

Searching for words, hunting for phrases,
When will it end?
Esteeming knowledge and gathering information,
Only maddens the spirit.
Just entrust yourself to your own nature,
Empty and illuminating
Beyond this, I have nothing to teach.


Bankei (1622-1693)


Dalai Lama - Our own brain, our own heart is our temple.

 

This is my simple religion. There is no need for temples; no need for complicated philosophy. Our own brain, our own heart is our temple; the philosophy is kindness.


 

Dalai Lama


« Fyrri síða

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júní 2009
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 96838

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband