Ertu meðvirkur/meðvirk?

Atferlismynstur og einkenni meðvirkni

Afneitun:

•  Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því hvernig mér líður.
•  Ég geri lítið úr, breyti eða afneita því hvernig mér líður.
•  Mér finnst ég algjörlega óeigingjarn og einarðlega helgaður velferð annara.

Lítil sjálfsvirðing:
•  Ég á erfitt með að taka ákvarðanir.
•  Ég dæmi allt sem ég hugsa, segi og geri harðlega og finnst það aldrei nógu gott.
•  Ég fer hjá mér þegar ég fæ viðurkenningu, hrós eða gjafir.
•  Ég bið aðra ekki um að mæta þörfum mínum eða þrám.
•  Ég tek álit annara á hugsunum mínum, tilfinningum og hegðun fram yfir mitt eigið.
•  Mér finnst ég ekki vera manneskja sem hægt er að elska og virða.

Undanlátssemi:
•  Ég breyti gildum mínum og heilindum til þess að forðast höfnun eða reiði annara.
•  Ég er næmur fyrir því hvernig öðrum líður og mér líður eins og þeim.
•  Ég er fram úr hófi trúr fólki og kem mér því ekki nógu fljótt úr skaðlegum aðstæðum.
•  Ég met skoðanir og tilfinningar annara meir en mínar eigin og er hræddur við að láta álit mitt í ljós ef ég er ósammála einhverju.
•  Ég set áhugamál mín og tómstundir til hliðar til þess að gera það sem aðrir vilja.
•  Ég sætti mig við kynlíf þegar ég vil ást.

Stjórnsemi:
•  Mér finnst annað fólk ófært um að sjá um sig sjálft.
•  Ég reyni að sannfæra aðra um það hvað þeim “á” að finnast og hvernig þeim líður í „raun og veru“.
•  Ég fyllist gremju þegar aðrir leyfa mér ekki að hjálpa sér.
•  Ég gef öðrum ráð og leiðbeiningar óspurður.
•  Ég helli gjöfum og greiðum yfir þá sem mér þykir vænt um.
•  Ég nota kynlíf til þess að öðlast viðurkenningu.
•  Fólk verður að þurfa á mér að halda til þess að ég geti átt í sambandi við það.

 

Sjá betur hér: http://www.coda.is/ 




Hin mikla víðátta iðkunar þinnar mun opinberast

 

“Þegar þú reynir eftir bestu getu að viðhalda iðkun þinni, með heilum huga, með öllum líkamanum, og laus við hugmyndir um ávinning, eru allar gerðir þínar hin sanna iðkun. Eina markmiðið er að halda áfram. Þegar þú gerir eitthvað þá gerirðu það. Það er markmiðið. Form er form og þú ert þú, og hin mikla víðátta iðkunar þinnar mun opinberast.”

 

Shunryu Suzuki-roshi

www.zen.is


Dagskrá Guðspekifélagsins

Laugardaginn 6. október kl. 15.30 verður smiðja með Richard Lang sem ber yfirskriftina: “Að vakna til þess sem þú í rauninni ert”

 “Það er ekkert eins öflugt eða eins ummyndandi eins og samfelld meðvitund um
hver þú i rauninni ert” - Richard Lang



Rithöfundurinn og kennarinn Richard Lang sýnir i verki leið til sjálfskoðunar og andlegrar ræktunar. Æfingarnar sem hann beitir byggjast á kenningum Douglas Harding (höfundi bókarinnar “On Having No Head: Zen and the Rediscovery of the Obvious”), en hann starfaði með honum í mörg ár. Richard Lang leiðir þig til vitundar um það “Hver þú í rauninni ert”.



Hann kynnir og sýnir þessa einföldu og beinu leið heim til þess sem þú í rauninni ert. “Saman munum við æfa og njóta þessarar undursamlegu meðvitundar og við munum uppgötva hverning þessi iðkun tengist okkar daglega lifi”, segir Richard.



Richard Lang er skipulagsstjóri Sholland Trust, breskrar góðgerðarstarfsemi sem hefur það markmið að deila þessari leið ‘Að uppgötva’. Richard hefur leitt þessi námskeið í meira en 35 ár i Evrópu, Austurlöndum fjær, Ástraliu, Suður-Afriku, Rússlandi, Nordur- og Sudur-Ameríku. Richard hefur mikla reynslu sem leiðari og kennari á þessu sviði. Árið 2003 kom út bókin hans Seeing Who You Really Are: A Modern Guide to Your True Identiy og árið 2005 Open to the Source: Selected Teachings of Douglas Harding. Hann starfar einnig sem geðlæknir, er með háskólagráðu í sögu, kennir Tai Chi, Qi Gong og “fimm-rítma dans” og hefur stjórnað mörgum námskeiðum.

 

Sjá betur hér: http://www.gudspekifelagid.is/ 

 


Að komast handan við hugsanir - Mýstísk reynsla

Nú tók við tímabil mikillar örvæntingar. Hið venjubundna líf gekk sinn vanagang: Ég hugsaði um börnin, sendi þau í skóla, lék við þau og reyndi að láta ekki ástand mitt bitna á þeim. En mitt í þessum önnum skynjaði ég að mig skorti ljós lífsgleðinnar, ég var grá og guggin persóna – eða réttara sagt alls ekki raunveruleg persóna. Ég iðraðist sáran þegar ég hugsaði til áranna sem ég hafði klúðrað svo gersamlega, djúpt þunglyndi heltók mig.

 

 Kvöld eitt gat ég ekki hugsað mér að fara í rúmið heldur sat þegjandi alla nóttina, döpur í bragði og full iðrunar. Loks birti af nýjum degi og fuglarnir fóru að syngja. Þá tók ég skyndlega eftir því að tilfinning mín fyrir fuglasöngnum var einkennilega næm. Ég leit út í garðinn og sá þar sitjandi svartþröst og það var eins og ég hefði aldrei séð svartþröst áður. Hann bjó yfir merkingu sem var mér algerlega ný og mér fannst að þessi svartþröstur væri raunverulegasti hlutur sem ég hefði nokkurn tíma séð og bara að horfa á hann með þessu móti gæfi lífinu nægilegt gildi.

 Næstu dagar voru ólíkir öllum öðrum. Ég hafði skyndilega öðlast ofurnæmi fyrir öllu sem ég sá og heyrði og ég var einnig næmari og viðkvæmari fyrir áhrifum frá öðru fólki. Hlutir sem ég sá, t.d. trjálundur, öðluðust  um stund óvænt gildi eins og svartþrösturinn. Ég skildi að eitthvað nýtt var í vændum, einhvað nýtt var að fæðast.   

Kvöld eitt sat ég og horfði á alparós sem ég hafði sett í vasa. Ég virti fyrir mér blómið án nokkurs tilgangs annars en að njóta fegurðar þess. Þá skynjaði ég skyndilega samband mitt við það eins og það og ég rynnu saman í eitt. Tilfinningin virtist koma frá enninu og var ákaflega skýr og hamingjurík. Aðstæðurnar sem virtust hafa stuðlað að  þessu ástandi voru þær að hugurinn var rólegur og engar langanir bærðu á sér og þess vegna gafst mér frelsi til að horfa í alvöru á blómið og sjá það eins og það var.

  Ég óskaði mér að ég gæti þekkt alla hluti á þennan hátt og hugsaði svo: Hvers vegna ekki? Það sem stöðvaði mig frá því var aðeins ég sjálf. Voru nokkur takmörk fyrir þeim kærleika sem ég gat veitt því sem ég skynjaði? En ég gerði mér um leið ljóst að þetta hafði ekki verið afstaða mín megnið af ævinni. Ég hafði hugsað einhver ósköp um hluti sem ekki voru þess virði. En nú skildi ég ekkert í sjálfri mér hvernig ég gat eytt svo miklum tíma ónæm fyrir umhverfinu og án þess að gefa gaum að því ... . 

  Nokkrum dögum síðar varð ég fyrir reynslu sem kórónaði allt sem áður hafði gerst. Þetta var um morgun og ég hafði kveikt á útvarpinu til  þess að hlusta á tónleika. Um leið og fyrsti tónninn hljómaði gerðist eitthvað í huganum sem ég mundi helst vilja líkja við heyranlegan smell og ég fann að allt var gjörbreytt. Það var því líkt að þessi aðgreiningar-égkennd, sem við öll höfum, hefði smollið burt en í staðinn var kominn tærleiki, blessunarríkt, undursamlegt tóm. Í þessu tómi voru engar hindranir. Götusteinarnir voru jafn frábærlega fagrir og mikilvægir og fólkið. Gamaldags reiðhjól, sem lagt hafði verið úti á götu, var dásamlega og skemmtilega skrýtið. Engu var líkara en að hugur minn gæti nú sökum tærleika síns og tóms falið í sér án fyrirvara allt sem hann skynjaði, hvort heldur var fólk, dýr eða hlutir. Ég var í þrjá daga í þessu ástandi fullkominnar hamingju ... . 

[Anne Bancroft greinir nú frá því hvernig þessi reynsla vakti áhuga hennar á trú (religion) og hvernig hún komst að því við lestur á bókinni The Perennial Philosophy (Heimspekin tímalausa) eftir Aldous Huxley að reynsla hennar rímaði við búddhismann]. 

Kenning Búddha fjallar öll um það hvernig leysa má hnúta í sálarlífinu svo að menn geti opnað hugann fyrir veruleikanum og losað sig við græðgi og fáfræði sem fjötrar. Ég komst að því með hugleiðingu að eitt helsta markmiðið í búddhisma var að sjá hlutina í „veru“ sinni (suchness), en þetta er orð sem Búddha notar til að lýsa rauneðli allra hluta, eða eins og ég hafði séð þá: án nokkurrar ég-hindrunar sem lokar vitundinni. Þessi skilningur varð mér til mikils léttis því mér leiddist allt guðhræðsluhjal eða mögulegt samviskubit yfir að mæta ekki á einhverjar trúarsamkomur. Ég þráði og fann að dýpstu þörf mannsins verður ekki fullnægt með brauði einu saman, heldur því að komast handan við hugsanir og tilfinningar og finna merkingu hins tímalausa veruleika.

 

 

Colin Wilsons - Beyond the Occult (Sv. B. Þýddi)

  

Sjá: http://www.gudspekifelagid.is/Anne_Bancroft_1.htm

 

Dagskrá Guðspekifélagsins byrjar aftur 6. október sjá hér: http://www.gudspekifelagid.is

 


Bite your own teeth

 

Trying to define yourself is like trying to bite your own teeth. Why? Because your  self isn t a real and solid thing. It s is like an inch or an hour. Have you ever actually seen one?


Alan Watts - Out of your mind


Sjá betur hér:
www.soundstrue.com


Sesshin hjá Zen á Íslandi

 

 

Sesshin í Skálholti 10. - 14. október

 Sesshin - "Að snerta hug-hjarta" er iðkunartími sem stendur í 2 - 5 daga. Á sesshin er iðkað frá morgni til kvölds. Þeir sem eru nýbyrjaðir geta komið fyrsta daginn til iðkunar. Við mælum þó með því að allir klári sesshin ef þeir geta. Þessir tímar eru ómetanlegir og mynda sterka kjölfestu fyrir daglega iðkun zen nemans.

 

 

Sjá www.zen.is

 


The mind

The mind of the past is ungraspable;
the mind of the future is ungraspable;
the mind of the present is ungraspable.



Diamond Sutra


Mikils virði er að láta hreina vitund snerta hið upplifaða

 

Öll getum við nálgast betur vitund okkar en margir hafa ekki fengið ábendingar um hvernig það er hægt. Um gildi þess er heldur ekki rætt daglega. Okkur er mikilvægt að hverfa af og til inn í vitundardjúpið eða að færa það upp á yfirborðið. Mikils virði er að láta hreina vitund snerta hið upplifaða.

Birgir Bjarnason – Vitund, hugur og við  

 

Sjá meira hér um bókina: http://web.mac.com/hugleiding/iWeb/Site/Vitund.html

 


Judging others

 

In judging others we always judge them by our own ideals. That is not as it should be. Everyone must be judged according to his own ideal, and not by that of anyone else.

 

Swami Vivekananda


Master and clarify your own self

 

To master the Buddha's way is to master, to clarify, your own self. Through that, you can clarify the own-selves of all others.

 

Dogen


Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2007
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96849

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband