Í húsi mínu rúmast allir

Í húsi mínu rúmast allir - allir
 
Guđspekifélagiđ opnar öllum fađminn, býđur alla velkomna, án ţess ađ spyrja um ţjóđerni, kynstofn, trúarbrögđ, stétt eđa skođanir. Engum er vísađ á bug, ef hann ađeins ber í hjarta sínu ţrá eftir ljósinu og sannleikanum og kannast viđ brćđralag mannkynsins. Ţađ er einasta skilyrđiđ, en ţađ er líka ófrávíkjanlegt. Án ţess gćtum viđ ekki unniđ saman í eindrćgni og bróđerni, eins sundurleitar og skođanir okkar eru í einstökum atriđum. En ţegar öllu er á botninn hvolft sýnir ţađ sig, ađ ţetta er einmitt ađalatriđiđ, bandiđ, sem tengir okkur alla saman, ađ viđ viđurkennum, ađ viđ séum allir sameiginlegs eđlis og af sameiginlegum uppruna og ţví allir eitt. Ef viđ höfum ţetta fyrir trúarjátningu og leiđarstjörnu og breytum eftir ţví, ţá komumst viđ fljótt ađ raun um, ađ hitt er ađeins aukaatriđi, hverjar trúar- eđa lífsskođanir viđ höfum ađ öđru leyti. Kćrleikur og umburđarlyndi eru hyrningarsteinarnir undir allri starfsemi vorri. Kćrleikur og umhurđarlyndi voru og eru ađaleinkenni Krists og meistaranna. Kćrleikur og umburđarlyndi hafa veriđ og eru ađalkröfurnar í öllum fegurstu, göfugustu og fullkomnustu trúarbrögđum heimsins. Og eg fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um, ađ vegur okkar og velgengni í framtíđinni fer eftir ţví, hvernig vér rćkjum bođorđ kćrleikans og umburđarlyndisins. Ţess vegna á eg heldur enga alvarlegri og innilegri ósk okkur til handa en ţá, ađ viđ guđspekifélagar hér á landi, getum í sannleika tekiđ undir međ skáldinu og sagt: ,,Mitt kćrleiksdjúp á himins víđar hallir, í húsi mínu rúmast allir - allir“.
 
Tekiđ úr Ganglera, tímariti Lífspekifélags Íslands (áđur Guđspekifélagiđ) frá árinu 1929. Grein eftir Jakob Kristinsson

Nokkrir fyrirlestrar sem haldnir hafa veriđ í Lífspekifélaginu - Youtube

 

Hér er hćgt ađ horfa á nokkra fyrirlestra sem haldnir hafa veriđ í Lífspekifélaginu:

https://www.youtube.com/@lifspekifelagiingolfsstrti5452/videos 

 

Dagskrá Lífspekifélagsins byrjar í lok september. Sjá: https://www.facebook.com/lifspekifelagid   


Ađ verđa öđrum ađ liđi

Ađeins ţeim manni sem leitar sannleikans sannleikans vegna og sćkist eftir ţekkingu til ađ verđa öđrum ađ liđi opnar náttúran leyndardóma sína og veitir sanna visku.
   Ţetta sagđi Helena Petrovna Blavatzky, og ţetta hefđu getađ veriđ einkunnarorđ hennar á viđburđarríkri ćvi. Hún hafđi ekki trú á ađ unnt vćri ađ öđlast visku, mátt eđa hamingju vegna sjálfrar sín, viska, máttur og hamingja vćru ekki viska, máttur og hamingja nema í sambandi viđ ţađ ađ leggja sjálfan sig fram vegna annarra.
 
Tekiđ úr greininni Blavatsky og kenningar hennar eftir Sigvalda Hjálmarsson sem birtist í vorhefti Ganglera frá 1975.

Awakening the Buddha Within - Ţann 7. til 9. júlí mun Choden halda Dharma kennslu í húsnćđi hugleiđslu- og friđarmiđstöđvarinnar.

 

Ţann 7. til 9. júlí mun Choden halda Dharma kennslu í húsnćđi hugleiđslu- og friđarmiđstöđvarinnar.
 
Hér ađ neđan er yfirlit yfir kennsluefniđ.
Athugiđ enn eru örfá sćti laus, skráning og ítarlegri upplýsingar í hugleidsla@hugleidsla.is 
 
Awakening the Buddha Within
 
The Practice of Wisdom and Compassion
The Buddha Within is our true nature that remains undamaged, whole and free despite all the ups and downs of our lives. One classic Buddhist text refers to it as a piece of gold that lies buried beneath the manure of our emotional afflictions and struggles.
The path to recovering the gold is through the practice of wisdom and compassion. We practice wisdom by cultivating the power of awareness that frees us from our limiting habits to reveal the full splendour of who we really are. We practice compassion by responding with kindness and understanding to the confusion and pain we experience within ourselves and by extending this compassion to others.
On this weekend retreat Choden will offer some key teachings and practices for cultivating wisdom and compassion as a way of opening the door to the Buddha Within. The practices will be a combination of sitting meditation and visualisation.

Sumarsamvera Lífspekifélagsins 2023

Sumarsamveran á Jónsmessunni!

Laugardaginn 24. júní, kl. 13 til 18. Ingólfsstrćti 22.

Frćđsla um meistara Indverskra andlegra frćđa: Agastya, Dattatreya og Hayagriva. Jóga (teygjur). Pranayama (öndunarćfingar). Dhyana (hugleiđingar) á Parabrahman A og Parashakti. Puja (blóma fórn) á Meru. Kirtan (helgir söngvar). 3000 kr. Matur á Mama.

 

Sunnudaginn 25. júní, kl. 13 til 18. Bláfjöll, Stóra-Kóngsfell nćrri skíđalyftunum. Eldur. Hugleiđing á landiđ. Cacao seremónía. Bláinn í Bláfjöllum Vishnu og Agastya. Bárđur í Henglinum og Shiva. Brimir í Súlunum og Brahma. Heill sé Nirđi, Frey og hinum Almáttka Ás. 3000kr. Veriđ vel búin!!! Kailash / Meru = fjall guđanna = Olympys = Gođaborgin


Dharmakennsla, međ búddamunknum Choden frá Samye Ling í Skotlandi, 7.-9. júlí 2023

 

Dharmakennsla, međ búddamunknum Choden frá Samye Ling
í Skotlandi, 7.-9. júlí 2023 ađ Grensásvegi 8, 108 Reykjavík.
Skráning á hugleidsla@hugleidsla.is
Frjáls framlög.

Lífspekifélagiđ 28. og 29. apríl

 

28. apríl, föstudagur kl. 20:00

 

Eyjólfur Pétur Hafstein flytur erindiđ Orđiđ og náttúrukraftarnir.

Eyjólfur er kennari og nam sanskrít og indóevrópska samanburđarmálfrćđi.

 

 

29. apríl, laugardagur kl. 15:00

Heilunarmáttur ljóss og tóna.

 

Eyjólfur Pétur Hafsteinsson 

 

 


Lífspekifélagiđ föstudaginn 31. mars, kl. 20 - Siđbót Íslam og Súfí: Leitin ađ hinni tćru tengingu viđ Allah

 

Siđbót Íslam og Súfí: Leitin ađ hinni tćru tengingu viđ Allah

Sú hreyfing sem vex hvađ hrađast innan íslam er grasrótarhreyfing Kóranista, sem leggur áherslu á fráhvarf frá dogmatískum áherslum klerkaveldisins. Ţađ má segja ađ ákveđin „Siđbót“ eigi sér nú stađ í íslam, sem vćntanleg mun valda ákveđinni umbreytingu innan trúarheims múslíma. Súfisminn finnur sér frjóan jarđveg.
Halldór Nikulás Lárusson er međ BA gráđu í mannfrćđi og MA gráđu í trúarbragđafrćđi frá HÍ, auk ţess ađ vera međ diplóma í guđfrćđi frá Lausanne í Sviss. Hann hefur starfađ lengst af hjá Reykjavíkurborg, fyrst sem kennari og síđar skrifstofustjóri. Í dag starfar hann sem framkvćmdastjóri Samtalssetursins í Reykjavík

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband