Söngur í hjartanu

 

Mystísk upplifun er upphaf allra andlegra fræða. Og spurningin hvurt okkur tekst að nema svokölluð dulræn, andleg fræði, esóterísk fræði, að gagni og ná árangri á þeirri braut fer eftir því fremur en nokkru öðru, hvernig við skiljum, hvort við skiljum og hvort við höfum tilfinningu fyrir því hvað mystísk upplifun er. Hvernig verður mystískri upplifun lýst? Hvernig er hægt að lýsa hinu ólýsanlega? Tungumálið er ekki miðað við að lýsa mystískri upplifun. En ég ætla að byrja á hinni sígildu lýsingu.


Hin sígilda lýsing á mystískri upplifun er í þremur stigum þó að mystísk upplifun sé ekki í neinum stigum, hún er alltaf eins eða réttara sagt hún er alltaf jafnólýsanleg.
Fyrst er að það leggst yfir ótrúlega voldug þögn. -- Ef menn taka eftir hvernig þessi reynsla kemur, þá byrjar hún á því að það leggst yfir ótrúlega voldug þögn. Enginn er í neinum vafa þegar þessi þögn er komin. Svo er eins og þú bráðnir inn í allt sem þú upplifir og sérð í kringum þig, eins og skilin milli þín og þess leysist upp. Þriðja e.t.v. sjaldgæfasta upplifunin, upplifun sem í rauninni er handan við alla hugsanlega möguleika að gefa til kynna er; að þú finnur allt, bókstaflega allt í þér, að þú verður tómið, óendanleiki -- óendanleikinn er e.t.v. skásta orðið sem allt hugsanlegt hvílir í. Þetta er svo einfalt og sjálfsagt meðan á því stendur, svo laust við að það þurfi að spyrja nokkurra spurninga eða koma með nokkrar útskýringar að manni liggur við að hlæja.

 

Sigvaldi Hjálmarsson - Erindi flutt 1980. E.G. og B.B. bjuggu til prentunar

Sjá betur hér: http://www.gudspekifelagid.is/greinasafn_sh3.htm 



Bloggfærslur 7. október 2007

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96849

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband