Menn eiga að vita, að innra með þeim býr hið eilífa

12

Menn eiga að vita, að innra með þeim býr hið

eilífa, og ekkert, er þeir þurfa að vita, er þessu

æðra. Þegar maður skynjar sitt innra sjálf, hinn

kvika efnisheim og hið skapandi almætti, þá er allt

fullkomnað. Þetta þrennt er eitt: Guð.

 

13

Eins og neisti elds, sem leynist í viði, er

ósýnilegur en verður vakinn til lífs með núningssprota,

þannig er unnt að vekja sjálfið, sem í líkamanum

býr, með hinu heilaga máttarorði, AUM.

 

14

Hugsi maður sér líkamann sem viðarstofn og

sjálf sitt sem núningssprota, þá getur hann með

staðfastri íhugun skynjað dýrðarbirtu sjálfsins

eins og eldneista í viðarbút.

 

15

Eins og olía felst í sesamfræi, rjómi í mjólk,

vatn í árfarvegum og neisti í núningssprota,

þannig birtist sjálfið í voru innra eðli,

leiti maður þess í sannleika og sjálfsafneitun.

 

16

Andinn, sem í öllu býr, eins og rjómi í mjólk,

hann er uppspretta allrar sjálfsþekkingar og

sjálfsþróunar. Hann er guð hinnar háleitu

launvizku, hann er guð hinnar heilögu launvisku.

 

Launvizka Vedabóka - Svetasvatara Upanishad, fyrri hluti

(Sören Sörenson endursagði úr frummálinu)


Bloggfærslur 2. nóvember 2007

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96849

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband