Öll trúarbrögð eru jafn fölsk og jafn sönn

 

Öll trúarbrögð eru jafn fölsk og jafn sönn, eftir því hvernig þau eru notuð. Þú getur notað þau í þjónustu égsins eða þú getur notað þau í þjónustu sannleikans. Ef þú trúir því að aðeins þín trú sé sannleikurinn ertu að nota hana í þjónustu égsins. Ef trúarbrögð eru notuð á þann hátt verða þau hugmyndafræði og skapa villandi yfirburðarkennd auk aðgreiningar og átaka manna í milli. Þegar trúarkenningum er beitt í þjónustu sannleikans eru þær vegvísandi eða kort sem hugljómaðar mannsekjur hafa skilið eftir til að aðstoða við andlega vakningu ykkar, það er að segja að losa ykkur við samsömun við form.

Til er aðeins einn sannleikur og allir aðrir sannleikar eru frá honum runnir. Þegar þú finnur þann sannleik verða athafnir þínar í línu við hann. Mannlegar athafnir geta endurspeglað sannleikann eða þær geta endurspeglað skynvilluna. Er hægt að færa sannleikann í orð? Já, en orðin eru að sjálfsögðu ekki hann. Þau vísa aðeins til hans.

 

Eckhart Tolle - Ný jörð


Bloggfærslur 5. nóvember 2007

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96849

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband