Andinn (sálin, búddaeðlið, stóri hugur, vitundin, sjálfið ...) eilífi

krishna_arjuna_2 

Andinn fæðist ei og ei hann deyr, hann er og verður nú og endalaust. Hann á sér ekkert upphaf, hættir ei að vera til,

og ei hann deyr þótt holdið vegið sé.

Eins og sá er leggur frá sér föt, sem farin eru að slitna og fær sér ný, þannig leggur andinn af sér líkamslín, sem hann ei lengur getur notast við,

og fær sér nýjan efnishjúp.

Hann ósnortinn er af öllum öflum, sem eyða og brenna og þurrka. Hann er hið eilífa í öllu, og aldrei hann breytist um aldir.

Því þótt að þér virðist hann deyja, þá er þetta ei sem þér sýnist, þú þarft eigi harm með þér að ala. Dauðinn er vís þeim sem fæðast, fæðing er vís þeim sem deyja. En andinn að eilífu lifir … 

 

 

Bhagavad Gita

 

 

 

 

 


Ótti

 

Óttinn (birt fyrir kæran vin)

 

Ef ykkur væri ógnað með eldi og líkamlegu ofbeldi, gætuð þið vitaskuld upplifað eitthvað sem við köllum hræðslu. En það er ekki það sálræna óttaástand sem við erum að tala um hér, heldur eðlislægt og ósjálfrátt viðbragð við hættu. Sálrænn ótti er aftur á móti í engum tengslum við raunverulega, áþreifanlega hættu. Hann getur birst sem óró, áhyggjur, kvíði, óöryggi, spenna, uggur o.s.frv. Hann er alltaf ótti við eitthvað sem gæti gerst, ekki eitthvað sem er að gerast núna. Þið eruð hér og nú en hugurinn í framtíðinni. Og í bilinu þarna á milli kviknar kvíðinn. Séuð þið samgróin huganum og þar með úr tengslum við einfaldleikann og máttinn í Núinu, þá verður kvíðabilið ykkar förunautur.

Þið getið alltaf tekist á við andartakið, þetta andartak, en ekki það sem er aðeins hugarburður.

Eins og ég hef áður bent á, þá mun égið stjórna lífi ykkar svo lengi sem þið trúið því að þið séuð hugurinn. Vegna þess hvað égið er mikill tilbúningur, og þrátt fyrir margbrotna varnarhættina, er það óöruggt og afar viðkvæmt og upplifir stöðugt að því sé á einhvern hátt ógnað. Og þetta á líka við þegar égið er öryggið uppmálað á ytra borði. Gleymið því ekki að sérhver tilfinnig er viðbragð líkamans við huganum. Og hvaða skilaboð er égið, hið falska sjálf, stöðugt að senda líkamanum? Hætta á ferðum! Þetta er ekki öruggt! Og hvaða tilfinningu kveikja þessi skilaboð? Vitaskuld ótta.

 

Eckhart Tolle Mátturinn í Núinu


Bloggfærslur 7. maí 2007

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 96852

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband