Heyrirðu í fjallalæknum?

zen hringur

 

Zen-meistarinn gekk þegjandi með lærisveini sínum eftir fjallastíg. Þegar þeir komu að gömlu sedruviðartré settust þeir niður til að snæða óbrotna máltíð, hrísgrjón og grænmeti. Að máltíð lokinni rauf lærisveinninn þögnina, ungur munkur sem hafði ekki enn fundið lykilinn að leyndardómi zen, hann spurði meistarann:

,,Meistari, hvernig geng ég inn í zen?”   Hann var að sjálfsögðu að spyrja hvernig hann kæmist í það vitundarástand sem er zen.   

Meistarinn þagði. Næstum fimm mínútur liðu meðan lærisveininn beið óðfús eftir svari. Hann ætlaði að fara að spyrja annarrar spurningar þegar meistarinn tók allt í einu til máls. ,,Heyrirðu í fjallalæknum?”   Lærisveinninn hafði ekki tekið eftir neinum fjallalæk. Hann hafði verið að hugsa um merkingu zen og ekki tekið eftir neinu.

Nú fór hann að hlusta eftir hljóðinu og hávær hugur hans kyrrðist. Í fyrstu heyrði hann ekki neitt. Svo vék hugsun hans fyrir skarpara næmi og skyndilega heyrði hann ofur lágt seytl í litlum fjallalæk langt í burtu. ,,Já nú heyri ég í honum,” sagði hann. Meistarinn hóf fingur á loft og augu hans voru í senn hvöss og blíð þegar hann sagði: ,,Þarna ferð þú inn í zen.”  

Lærisveinninn var orðlaus. Þetta var fyrsta satori hans – leiftursnögg hugljómun. Hann vissi hvað zen var án þess að vita hvað það var sem hann vissi!  

Þeir héldu ferðinni áfram þegjandi. Lærisveinninn undraðist stórum allt lífið í veröldinni í kringum hann. Hann upplifði allt eins og það væri í fyrsta sinn. En smám saman fór hann aftur að hugsa. Vakandi kyrrðin huldist aftur af andlegum hávaða og ekki leið á löngu uns hann þurfti aftur að spyrja. ,,Meistari,” sagði hann, ,,ég hef verið að hugsa. Hvað hefðir þú sagt  ef ég hefði ekki heyrt í fjallalæknum?”

Meistarinn nam staðar, leit á hann, hóf fingur á loft og sagði: ,,Þarna ferð þú inn í zen.”  

Eckhart Tolle – Ný jörð. Áttaðu þig á tilgangi lífs þíns    


Bloggfærslur 19. júní 2007

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 96852

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband