Munurinn á hugleiðslu og bæn

chaplainyogi

Prayer is when you talk to God; meditation is when you listen to God.

Diana Robinson


Þegar þú byrjar að hugleiða



Að beina vakandi athygli að líkamanum þýðir að þú verður þér meðvitaður um
líkamann. Þegar þú situr ertu þér meðvitaður um hvort þú situr uppréttur eða
hvort þú hallar til hliðar. Þú veist hvort þú andar að þér eða frá þér. Þegar
þú gengur ertu þér meðvitaður um það þegar annar fóturinn fer fram fyrir hinn.
Þú ert meðvitaður um hvert atriði sem á sér stað í athöfninni auk
andardráttarins. Það er kallað að vera sér meðvitaður um líkamann. Í þessari
hugleiðslu ímyndar maður sér ekki neitt, þar er engin fantasía. Við fylgjumst
einungis með líkamanum. Þú sérð ekki neitt fyrir þér eða býrð til eitthvað sem
ekki er þegar til staðar (t.d. gera sér upp samkennd eða ást). Hugleiðslan
gengur einfaldlega út á það að vera eins og við erum.


Að taka eftir því hvað gerist nákvæmlega þegar þú gerir eitthvað er mjög
einföld iðkun. Þegar þú drekkur úr kaffibolla, taktu þá eftir því sem þú ert að
gerra: réttir handlegginn fram, tekur utan um bollann, setur hann upp að
vörunum, bragðar á kaffinu, finnur hvernig það rennur inn í munninn, kyngir -
og síðan hvernig höndin setur bollann aftur á borðið. Allt þetta gerist er það
ekki? Þetta er ekki ímyndun eða tilbúningu, ekkert mystískt, ekki erfitt. Þetta
er heldur ekki venjulegt meðvitundarleysi þar sem við hugsum um eitthvað annaðá meðan við erum að drekka kaffið og tökum ekki eftir því hvað er í gangi. Hér er einfaldlega verið að fylgjast með því sem er að gerast.



Tsoknyi Rinpoche - Carefree Dignity


Bloggfærslur 5. júní 2007

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 96852

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband