Örlítið um hugleiðslu

Hugleiðsla vinnur á kvíða og bætir heilsu!

Hugleiðsla sem eitt sinn var litin hornauga hjá vísindamönnum á Vesturlöndum er nú loksins að fá þá viðurkenningu sem hún á kannski skilið. Nýleg rannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum gefur til kynna að þeir sem iðka hugleiðslu ekki bara líður betur, heldur mældist ofnæmiskerfi þeirra sem hugleiddu mun sterkara en þeirra sem ekki stunduðu hugleiðslu.

Rannsókninn sem birtist í hinu virta tímariti Psyhosomatic Medicine þykir marka þáttaskil, því þó margir hafi vitað að hugleiðsla hefði styrkjandi áhrif þá er þetta í fyrsta skiptið sem það er sannað með vísindalegri rannsókn. Richard J. Davidson PhD og samstarfsfélagar hans mældu virkni heilans hjá 25 einstaklingum sem hugleiddu í klukkutíma á dag í tvo mánuði.  Hugleiðslan var svokölluð varurðariðkun (mindfulness meditation) þar sem viðkomandi fylgist með andardrættinum með fullri athygli. Til samanburðar voru 16 einstaklingar látnir lifa venjulegu lífi án þess að hugleiða.

Eftir tvo mánuði voru þessir hópar síðan bornir saman. Rannsóknin sýndi fram á aukna virkni frammheilans hjá þeim sem hugleiddu. Í kjölfarið minkað kvíði til mikilla muna hjá hugleiðsluiðkendunum og jákvæðar tilfinningar jukust. Eftir að hafa hugleitt í tvo mánuði var hugleiðsluiðkendunum gefin flensusprauta sem og þeim 16 sem ekki höfðu hugleitt til að athuga hvort hugleiðslan hefði haft áhrif á ónæmiskerfið. Blóðprufur voru síðan teknar af öllum þátttakendum og voru niðurstöðurnar ótvírðar á þann veg að þeir sem hugleiddu höfðu mun hærra hlutfall mótefna í blóðinu en þeir sem ekki hugleiddu.  

Hjartalæknirinn Herbert Benson stofnandi Mind/Body Medical stofnunar við Harvard Háskólann sem hefur varið síðastliðnum 30 árum í að rannsaka áhrif hugleiðslu á ofnæmiskerfið, segist fagna rannsókninni. “Þetta er kærkominn rannsókn sem sannar loksins það sem við höfum þó grunað lengi” er haft eftir Herbert en hann staðhæfir að um 60% til 90% þeirra sem leita til læknis vegna veikinda munda gagnast mikið að læra hugleiðslu sem og aðrar slökunar aðferðir eins og yoga eða bænaiðkun.

Psychosomatic Medicine

Bloggfærslur 18. ágúst 2007

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 96852

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband