Hver er kennari þinn?

Hin raunveruleg ástæða iðkunar er að uppgötva eða opinbera þann vísdóm sem þú hefur ávallt búið yfir. Að uppgötva sjálfan sig er að uppgötva visku. Ef maður uppgötvar ekki sjálfan sig er ómögulegt að ná sambandi við nokkurn mann.

Í hversdagslífinu sjáum við glitta í ýmiskonar visku eins og þegar fínpússað handfangið á hefli smiðsins vitnar um þá visku sem býr í hendi hans. Slík viska er ósýnileg. Það er ekki hægt að teikna eða sýna hana.

Viska kemur ekki frá ákveðnum stað. Hún er alltaf til staðar, í formi vakningar. Hún er ávallt bæði hér og þar. Allsstaðar! Það sem þú getur gert er að lyfta hulunni eða opinberað viskuna. Þegar þú leitar að uppsprettu fljóts fjarlægir þú fyrst fölnuð laufin áður en þú kemst að uppsprettunni. Hefur þú komið að uppsprettu stórfljóts? Það er leyndardómsfullur staður. Sér í lagi sú uppspretta sem er í mikilli fjarlægð frá stórfljótinu. Þar er kuldi, raki þoka og forn angan. Þú færð á tilfinninguna að "hérna á ég ekki að vera". Vatnið fossar hvergi út þannig að maður veit í raun ekki hvar eiginleg uppsprettan er. Staður sem þessi fyrirfinnst í okkur öllum. Hann er okkar innsti kjarni. Frá þessari miðju hljómar hið ævaforna ávarp; "Hvers vegna þekkir þú mig ekki? Hvers vegna getur þú ekki borið fram mitt rétta nafn eftir að hafa lifað með mér öll þessi ár?"

Því miður komumst við ekki á þennan stað með þessum líkama og huga, en getum hins vegar skynjað þá uppsprettu þaðan sem allt á upphaf sitt. Þú kemur frá þessum stað og allt sem þú gerir fer aftur til þessa upphafs. Á lífsleiðinni gætir þú hitt aðra, í það minnsta eina manneskju fyrir utan sjálfan þig. Þannig staðfesta báðir tilveru hvors annars og halda áfram að lifa þessu erfiða lífi.

Til að finna upprunann þarftu að hlusta á þann sem kallar fram í þér vissu. Hún opinberast í orðunum "Þetta er málið".

Svo virðist sem maður geti fundið upprunann upp á eigin spýtur en einsamall getur maður það ekki. Þegar maðurinn kemur einn að upptökunum trúir hann ekki orðunum; "Þetta er málið". En þegar hann bendir á uppruna annars manns og staðfestir "Þetta er uppruni minn" um leið og sá hinn sami bendir á þig og svarar "Nei þetta er uppruni minn" gerist eitthvað. Þig sundlar og þú svarar "Bíddu við, ert þú kennari minn eða nemandi minn?" Báðir segja: "Það skiptir engu máli. Ég get verið nemandi þinn og um leið hinn forni Búdda sem birtist þér."  

Án þess að varpa lífi og limum á aðra getur þú aldrei komist að þínu innsta eðli. - Eftir því sem skilningur þinn á lífinu verður skýrari og nákvæmari, í sársaukafullri gleði, ágerist tilfinningin "Ég er slæm(ur)." Sá sem þá birtist og segir: "Nei, þú ert alls ekki slæm(ur)" og hvetur þig áfram, er kennari þinn. Kennarinn er ekki alltaf manneskja. Hann getur verið morgundöggin á akrinum. Yfir þig kemur undarleg tilfinning "Þessi akur er kennari minn."- Með því að beygja þig djúpt fyrir sjálfum þér og bera fram þá ósk að fá að kynnast eigin verund, getur þú gengið í gegnum lífið í fylgd þíns innsta eðlis. Þar sem við getum ekki gert þetta ein verðum við að beygja okkur fyrir einhverjum sem er tilbúinn til að meðtaka þessa heitstrengingu. Að leyfa þessu að gerast er stórkostleg vakning. Þetta er ekki eitthvað sem þú skapar heldur sá staður þar sem nemandi og kennari mætast. Báðir njóta og lifa þá stund á sama andartaki. Staðurinn þarf ekki að vera merkilegur. Þegar þú veitir sjálfum þér örlitla athygli er þér fært að skapa slíkt tækifæri ... milli sjálfs þín og barna þinn eða foreldra þinna.

Kobun Chino roshi -Hver er kennari þinn?

Grein af www.zen.is

 

Bloggfærslur 9. ágúst 2007

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 96852

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband