Fingur trúarbragðanna bendir á eitthvað sem er alls ekkert trúarlegt

Mér virðist að fingur trúarbragðanna bendi á eitthvað sem er alls ekkert trúarlegt. Trúarbrögðin með allar sínar hugmyndir og iðkun gera ekkert annað en benda og þau benda ekki á sig sjálf. Og þau benda ekki heldur á guð af því að guðshugmyndin er hluti af trúarbrögðunum. Ég gæti orðað þetta svo að trúarbrögðin bendi á veruleikann, en þá skiptum við einfaldlega út trúarlegri hugmynd fyrir heimspekilega. Og vel má hugsa sér fjölda annarra hugmynda sem geta komið í stað hugmyndarinnar um guð eða veruleika. Við gætum sagt að þau bendi á hið raunverulega Sjálf, á hið eilífa nú, á hinn orðvana heim, á hið óendanlega og ósegjanlega. En ekkert af þessu kæmi að miklu gagni. Það er bara verið að benda með öðrum fingri. Þegar Joshu spurði kennara sinn, Nansen: „Hvað er taó, vegurinn?“ svaraði Nansen: „Þinn hversdagslegi hugur er taó.“

 

En varla er mikil hjálp í þessu heldur. Þegar ég reyni að skilja hvað átt er við með „hversdagshuga“ og reyni síðan að halda mér fast við hann er ég aðeins að sjúga annan fingur. En hvers vegna koma þessir erfiðleikar upp? Ef einhver bendir í raun og veru á tunglið sný ég mér bara við og horfi á það án nokkurra erfiðleika. En þetta, sem hinir trúarlegu og heimspekilegu fingur benda á, virðist ósýnilegt og þegar ég sný mér við og horfi er ekkert að sjá og ég er tilneyddur að líta aftur á fingurinn og aðgæta hvort ég skildi stefnuna rétt. Og það er ekki um að villast, aftur og aftur kemst ég að því að stefnan var rétt skilin, en eigi að síður get ég ekki komið auga á þetta sem hann bendir á.

 

 

Alan Watts

 

Sjá http://www.gudspekifelagid.is/greinasafn_alan.watts.htm


Bloggfærslur 14. september 2007

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96849

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband