Þögull Eckhart Tolle hugleiðsluhópur

 

Nokkrir áhugamenn um andlega kennslu Eckhart Tolle stofnuðu þöglan hugleiðsluhóp á síðasta ári. Hugleiðsluhópurinn byggir á DVD myndefni með andlega kennaranum (sjá  http://www.eckharttolle.com/groups). Hópurinn kemur saman annað hvert sunnudagskvöld í vetur á annarri hæð í húsi Guðspekifélagsins að Ingólfsstræti 22 kl. 20. Húsið opnar kl. 19:30 og lokar kl. 20 og eru allir beðnir um að hafa hljótt um sig við komu og brottför. Byrjað er á þögulli hugleiðslu í uþb. 15 mínútur, síðan er horft á myndefni með Eckhart í uþb eina og hálfa klst og að lokum er þögul hugleiðsla í uþb. 15 mínútur. Hópurinn, sem er öllum opinn, er í umsjón Elíasar Jóns Sveinssonar.  Hann veitir nánari upplýsingar í síma 897-8915. Einnig er unnt að hafa samband með tölvupósti (eliasj@centrum.is).

Dagskrá DVD myndsýninganna það sem eftir er vetrarins er eftirfarandi: 

13. janúar: Áframhald af  Freedom from the World Retreat DVD myndefni:  Give up the Search! (1 klst. og 31 mín.)

27. janúar: Questions & Answers: Fear, Anxiety, Suicide, Choices and more. (1 klst. og 33 mín.)

10. febrúar: Questions & Answers: Surrender, Enlightenment, Ego. (1 klst. og 27 mín.)

24. febrúar: The Art of Presence Retreat DVD hefst; Living by Grace. (1 klst. og 25 mín.)

9. mars: Discovering the Extraordinary in the Ordinary. (1 klst. og 15 mín.)

23. mars: Relationships. (1 klst. og 35 mín.)

6. apríl:  Dissolving the Pain-body. (1 klst. og 24 mín.)

20. apríl: Questions and Answers: Abught Fear, Spirituality, Emotions, Love and More.
(1 klst. og 50 mín.)

4.  maí: Freedom from Time. (1 klst.)


Athugasemd frá Eckhart
Þegar þú hlustar á þessi erindi, hafðu það vinsamlega hugfast að upplýsingarnar sem fram koma, hversu hjálplegar sem þær kunna að vera, eru aðeins aukaatriði. Á bakvið upplýsingaflæðið á sér eitthvað dýpra stað. Á meðan þú hlustar, rís svið vakandi kyrðar þar sem áður var hávaði hugarstarfsins. Þú kemst inn í Núvitundarástandið.
Þettar verður mögulegt vegna þess að orð sem töluð eru í Núvitundarástandi bera með sér orkutíðni sem getur vakið upp sömu vídd vitundar í hlustandanum. Í þessu liggur máttur allrar sannrar andlegrar kennslu.
Þetta er einnig ástæðan fyrir því að margt fólk hlustar á þessar upptökur aftur og aftur, og finnst orðin alltaf fersk og ný, eins og það væri að hlusta á þau í fyrsta sinn.
Ef mögulegt er, hlustaðu á þessar upptökur á meðan þú verður ekki fyrir truflun af af öðrum hlutum. Vittu að í dýpsta skilningi ert þú að hlusta á sjálfan þig.


~ Eckhart Tolle


Bloggfærslur 7. janúar 2008

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96849

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband