Þögull Eckhart Tolle hugleiðsluhópur hófst 26. október

 

 

Í vetur verður áfram starfræktur þögull hugleiðsluhópur sem byggir á DVD myndefni með andlega kennaranum Eckhart Tolle (sjá http://www.eckharttolle.com/groups). Hópurinn kemur saman annað hvert sunnudagskvöld í vetur á annarri hæð í húsi félagsins kl. 20. Húsið opnar kl. 19:30 og lokar kl. 20 og eru allir beðnir um að hafa hljótt um sig við komu og brottför. Byrjað er á þögulli hugleiðslu í uþb. 10 mínútur, síðan er horft á myndefni með Eckhart í uþb 1-1.5 klst og að lokum er þögul hugleiðsla í uþb. 10 mínútur. Í vetur verður byrjað á að sýna frá umfjöllun Eckhart Tolle og Opruh Winfrey á bókinni A NEW EARTH Awakening to Your Life´s Purpose  eftir Eckhart Tolle. Hópurinn, sem er öllum opinn, er í umsjón Elíasar Jóns Sveinssonar.  Hann veitir nánari upplýsingar í síma 897-8915. Einnig er unnt að hafa samband með tölvupósti (eliasj@centrum.is).
Dagskrá 26. október: 1. Kafli  The Flowering of Human Conciousness.
Dagskrá 9. nóvember: 2. Kafli  Ego: The Current State of Humanity.
Dagskrá 23. nóvember: 3. Kafli  The Core of Ego.
Dagskrá 7. desember: 4. Kafli  Role-playing: The Many Faces of the Ego.
Dagskrá 21. desember: 5. Kafli  The Pain-Body.
Dagskrá 4. janúar: 6. Kafli  Breaking Free.
Dagskrá 18. janúar: 7. Kafli  Finding Who You Truly Are.
Dagskrá 1. febrúar: 8. Kafli  The Discovery of Inner Space.
Dagskrá 15. febrúar: 9. Kafli  Your Inner Purpose.
Dagskrá 1. mars: 10. Kafli  A New Earth.



Athugasemd frá Eckhart:
Þegar þú hlustar á þessi erindi, hafðu það vinsamlega hugfast að upplýsingarnar sem fram koma, hversu hjálplegar sem þær kunna að vera, eru aðeins aukaatriði. Á bakvið upplýsingaflæðið á sér eitthvað dýpra stað. Á meðan þú hlustar, rís svið vakandi kyrðar þar sem áður var hávaði hugarstarfsins. Þú kemst inn í Núvitundarástandið.
Þettar verður mögulegt vegna þess að orð sem töluð eru í Núvitundarástandi bera með sér orkutíðni sem getur vakið upp sömu vídd vitundar í hlustandanum. Í þessu liggur máttur allrar sannrar andlegrar kennslu.
Þetta er einnig ástæðan fyrir því að margt fólk hlustar á þessar upptökur aftur og aftur, og finnst orðin alltaf fersk og ný, eins og það væri að hlusta á þau í fyrsta sinn.
Ef mögulegt er, hlustaðu á þessar upptökur á meðan þú verður ekki fyrir truflun af af öðrum hlutum. Vittu að í dýpsta skilningi ert þú að hlusta á sjálfan þig.



~ Eckhart Tolle


Meditate

 

To meditate does not mean to fight with a problem.
To meditate means to observe.
Your smile proves it.
It proves that you are being gentle with yourself,
that the sun of awareness is shining in you,
that you have control of your situation.
You are yourself,
and you have acquired some peace.

Thich Nhat Hanh


Bloggfærslur 15. nóvember 2008

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 96842

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband