Lærðu hugleiðslu hjá Ananda Marga


Ef þig langar að læra hugleiðslu hafðu þá samband í gegnum email:

joga@anandamarga.is


Þegar búið er að læra hugleiðsla þá er mikilvægt að halda sér við með því að mæta í hóphugleiðslu, það auðveldar manni að hugleiða og alltaf er hægt að læra eitthvað nýtt í góðum félagsskap.


Hóphugleiðsla og kiirtan er alltaf á sunnudögum kl 17:00 að Efstasundi 26 og fyrir nýliða á fimmtudögum kl: 20:00 á sama stað.

 

Andleg hugmyndafræði Ananda Marga


Kjarni hugmyndafræði Ananda Marga er vitundarvakning og þjónusta.
Til þess að ná árangri þurfa þessir tveir þættir þ.e félagslegi þátturinn og andlegi þátturinn að vera í jafnvægi.Takmarkaður árangur næst með því að einangra sig frá umheiminum og hugleiða alla ævi uppi í fjöllum. Einnig þarf að huga að efnislegum þáttum þessa heims, en að sama skapi ekki að sökkva sér alfarið í efnislega hluti.


Rajadhiraja Yoga

Rajadhiraja jóga ("Jóga kónga kónganna") er ítarlegra og yfirgripsmeira form af Ashtanga Jóga. Það var fyrst skýrt af Ashtavakra, heilögum manni sem skrifaði Ashtavakra Samhita fyrir rúmlega 2000 árum. Núverandi útgáfur nota átta þátta uppbyggingu Patanjali en bæta við aðferðum úr upprunalega kerfinu sem týndust eða var litið framhjá - skýra út og leiðrétta miskilning - nýjustu viðbætur gera ástundun þess mikilvæga viðbót í nútímanum.


Þetta Rajadhiraja kerfi er núna eitt heilsteyptasta kerfi, sem til er, til þess að  þróa líkama, huga og sál til algerar upplifunar á hinu óendanlega - það sem kallast vitundarvakning í jóga.


Hinir átta þættir:
1. Yama (Siðferðisreglur)
2. Niyama (Siðferðisreglur)
4. Asanas (jóga stellingar)
4. Pranayama (Stjórn á öndun)
5. Pratyhara (Útilokun frá huga)
6. Dharana (Einbeitning)
7. Dhyana (Hugleiðsla)
8. Samadhi (Hugurinn verður að takmarkinu)
 


Hugleiðsla

Hugleiðslukerfið samanstendur af 6 hugleiðslulexíum. Grunnhugleiðslu er hægt að læra t.d hjá jógakennurunum hér á síðunni.
Til þess að læra allar 6 lexíurnar og fá innvígslu inní Rajadhiraja jóga þá þarf að hafa samband við acarya hjá Ananda Marga, acaryar eru einstaklingar sem hafa helgað líf sitt að jóga og hafa áralanga eða áratugalanga reynslu af því að kenna hugleiðslu.

Hafðu samband í netfangið yoga@anandamarga.is fyrir nánari upplýsingar.


Asanas (jógaæfingar)

Jógaæfingar eru stöður sem á að vera þægilegt í. Þetta eru stöður sem hafa fín áhrif á líkamann, á vöðva, liði, innkirtlakerfið, sogæðakerfið og á hugann. Stöðurnar þrýsta á eða aflétta þrýstingi á vissa kirtla líkamanns og miða þannig að því að ná jafnvægi á þeim. Þannig geta stöðurnar hjálpað til við ýmis andleg, líkamleg og hugræn vandamál sem kunna að hrjá iðkandann.
Það er ekki skynsamlegt að iðka jógaæfingar án þess að fá leiðsögn frá reyndum jógakennurum.

Til að komast í jógatíma er hægt að athuga með tíma undir "dagskrá" í "starfsemi". Ef engir tímar eru í gangi en þú hefur áhuga þá geturðu haft samband í yoga@anandamarga.is


Kiirtan

Kiirtan samanstendur af dansinum Laliita, söng á möntru og undirleik á hljóðfæri. Kiirtan er auðveldara form af hugleiðslu en hefðbundna leiðinn að setjast niður og loka augunum, sömuleiðis hjálpar kiirtan mikið til þess að undirbúa iðkandann undir hugleiðslu. Auðvelt er að taka þátt í kiirtan og þarf engan undirbúning að að vera tilbúinn að syngja möntru í góðum félagsskap. Yfirleitt er spilað undir á gítar og trommur/slagverk.

Mataræði

Jógamataræði inniheldur þann mat sem hefur skv. fræðunum best áhrif á hugann og líkamann. Þetta er grænmetisfæði sem inniheldur ekki ákveðið grænmeti sem hefur of sterk áhrif hugann.

  

Sjá betur: www.anandamarga.is


Bloggfærslur 25. nóvember 2008

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 96842

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband