Nýtt hefti af Ganglera komið út - Brot út ræðu Swami Vivekananda

 

Brot úr ræðu sem Swami Vivekananda (1863 - 1902; fyrsti jóginn sem kom til Vesturlanda) hélt á heimsþingi trúarbragða í Chicago árið 1893. Þýtt hefur Halldór Haraldsson.

 

 

,,Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig, af því að vegirnir, sem þeir velja, er þeir koma hvaðanæva, eru mínir vegir." (Bhagavad Gita) Kreddutrúarstefnur, þröngsýni og hið hræðilega afkvæmi þeirra, ofstæki, hafa lengi ríkt á jörðinni. Þau hafa fyllt loftið ofbeldi, skilið jörðina eftir blóði drifna, eyðilagt menningu og skilið heilar þjóðir eftir á vonarvöl. Hefðu þessi djöfullegu öfl ekki leikið lausum hala væri mannlegt samfélag miklu háþróaðra nú en raun ber vitni. En tími þess er kominn; og ég vona innilega að bjallan sem kallaði okkur þennan morgun til þings megi reynast tákn um banahögg alls ofstækis, hvers konar ofsókna, hvort heldur með sverði eða í orði og allrar dómhörku manna á milli og að okkur megi auðnast að vinna að sameiginlegu markmiði."

 

Sjá má ræðuna í heild í nýjasta hefti Ganglera.

 

 

Gerast áskrifandi af Ganglera?:

Tímaritið Gangleri kemur út tvisvar sinnum á ári og er 96 bls. í hvert sinn.
Það hefur komið út samfellt frá árinu 1926.
Póstfang: Pósthólf 1257, 121 Rvík.
Netfang:
gangleri@gudspekifelagid.is
Efnisskrá Ganglera frá upphafi ásamt völdum greinum finnast á:
URL: http://www.ismennt.is/not/birgirb/gangleri.html



Sími Ganglera er 896-2070



Það er hlutverk Ganglera að beina athygli manna að nauðsyn þess að taka manninn sem lifandi veru, andlega veru, til jafn samviskusamlegrar rannsóknar og beitt hefur verið við heim efnisins. Því aðeins að það fáist dýpri skilningur á eðli mannsins er þess að vænta að það finnist betri lausn á vandamálum hans.

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 19. ágúst 2008

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 96845

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband