Sjálfsævisaga yoga - Útgefandi óskast

„Engillegi meistari, fyrst þú hefur veitt mannkyninu þá náð, að vekja til lífsins hina horfnu kriya list, vilt þú þá ekki auka þessa blessun með því, að slaka á hinum ströngu fyrirmælum um lærisveina?“ Ég [Lahiri Mahasaya] horfði biðjandi á Babaji. Má ég biðja þess, að þú leyfir mér að miðla kriya til allra leitenda, enda þótt þeir geti ekki strax í upphafi lofað innra afsali. Hinir þjáðu karlar og konur veraldarinnar, ofsótt af hinni þreföldu þjáningu, þurfa sérstaka uppörvun. Ef til vill reyna þeir aldrei leið frelsisins, ef þeim er synjað um kriya-vígsluna.

„Svo skal vera. Þú mátt fúslega veita öllum kriya, sem auðmjúklega biðja um hjálp. Hin heilaga ósk hefur verið látin í ljós fyrir munn þinn.“ Með þessum látlausu orðum hins miskunnsama meistara, var afnumin hin stranga vernd, sem öldum saman fól kriya fyrir veröldinni.

  

Sjálfsævisaga yoga – Paramahamsa Yogananda. Ingibjörg Thorarensen þýddi.

Ég fékk þessa frábæru bók loks í hendur í fyrradag eftir margra ára leit, það er margt að finna í Kolaportinu. Ég er enn að leita að útgefanda til að endurútgefa þessa þýðingu Ingibjargar frá árinu 1970 en bókin hefur ekki komið út á íslensku síðan þá. Ef einhver sem þetta les veit um einhvern áhugasaman útgefanda þá væri gott að fá að vita að. Skiljið endilega eftir athugasemd eða sendið mér póst: leifurhl(hja)gmail.com  

Bloggfærslur 15. desember 2009

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband