Yoga og gildi þess fyrir Evrópu

 

Menn skyldu ekki halda, að kenning Yoga sé hugarburður, að eins meira og minna skynsamlegar hugleiðingar um lífið og tilveruna, álíka og flest vestræn heimspekikerfi hafa verið. Yoga er þvert á móti raunvísindi engu að síður en raunvísindi Vesturlanda. Það er reist á órækri þekkingu á lögum hins yfirskilvitlega viðhorfs tilverunnar. Það er skynjun og þekking hins yfirskilvitlega á hinu yfirskilvitlega, þekking, sem stenzt alla reynslu og gagnrýni og hver meðalmaður er fær um að ávinna sér að einhverju leyti, ef hann vill að eins losa sjálfan sig úr neti blekkingarinnar og fylgja leiðum Yoga. Þessar leiðir hafa verið farnar af fjölda manna og leitt þá alla að sömu niðurstöðunni. - En Yoga á í raun réttri að eins erindi til þeirra, sem vilja hafa lífi sínu að meira og minna leyti eftir kenningum þess. Annars verður það einungis þur fræðikenning, að vísu gáfulegasta fræðikenningin, sem mannkyninu hefir hlotnast, en skiftir þó í raun og veru litlu máli, ef hún er ekki notuð sem hjálparmeðal í daglegu lífi. 

   Við vonum, að rit þetta veki margan hugsandi mann til vitundar um það vanþekkingarástand, sem vér erum sokknir niður í. Við vonum, að það hjálpi ofurlítið í áttina til réttara skilnings og dragi úr eigingirninni og illindunum, sem einkenna að mörgu leyti hugsunarhátt þessarar kynslóðar, kenni mönnum, að þeim er alls enginn hagur í að gera þessum veslings meðbræðrum sínum mein. Eða hví skyldum vér eiga í sífeldu aggi og illdeilum, úr því að vér erum allir geislar sama ljóssins?

Þýðendur (Þórbergur Þórðarson og Ingimar Jónsson)

Johannes E. Hohlenberg - Yoga og gildi þess fyrir Evrópu


Bloggfærslur 20. nóvember 2010

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 96823

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband