Lífspeki – viskan um lífiđ - Anna Valdimarsdóttir

 

Ég missti mína barnatrú fyrir löngu síđan sem ţýđir ţó ekki ađ ég sé trúlaus manneskja. Ég tek heilshugar undir međ hinum merka guđfrćđingi Paul Tillich ţegar hann segir ađ sá sem skynjar dýpt í lífi sínu geti ekki litiđ á sig sem trúlausa manneskju.

Af hverju er ég ađ skrifa um ţetta hér? Jú ţađ er vegna nýja nafnsins á félaginu okkar, Lífspekifélag Íslands. Ţegar „Guđ” var í nafni félagsins datt flestum í hug sem ekki ţekktu til félagsins (og ţeim fer óhjákvćmilega fjölgandi sem ekki ţekkja til sögu félagsins) ađ hér vćri ákallađur sá Guđ sem finna má í barnatrúnni. Einhvers konar ytra átórítet sem ýmist refsar eđa kemur til hjálpar.

En ţađ gerum viđ ekki og viljum ekki ađ fólki haldi ađ slík starfsemi fari hér fram. Ţađ fćlir ekki einungis marga frá félaginu sem mundu eiga hér vel heima, heldur kemur líka í veg fyrir ađ fólk kynni sér félagiđ og spyrji spurninga um ţađ. Ég upplifđi aftur og aftur ţegar ég sagđi frá ađ ég vćri í Guđspekifélaginu ađ fólk varđ vandrćđalegt í framan og sneri talinu ađ öđrum hlutum. Svipađa sögu hafa margir fleiri ađ segja.

Ţess vegna er gott ađ losna viđ Guđ úr nafni félagsins eins og Sigvaldi Hjálmarsson benti á á sínum tíma og fá annađ orđ í stađinn sem getur ţýtt ţađ sama og theo í theosophia án ţess ađ leiđa til ranghugmynda um starfsemi félagsins.

Fyrir allnokkru síđan heyrđi ég einn félaga okkar útskýra tilgang félagsins fyrir gesti sem virtist ekki hafa komiđ áđur á fund. „Ţađ má segja ađ ţetta sé lífspekifélag,” heyrđi ég félaga okkar segja og ég greip orđiđ á lofti. Lífspekifélag. Mér fannst ţetta ekki einungis góđ og hnitmiđuđ útskýring á markmiđi félagsins heldur vćri ţetta einnig gott nafn á félagiđ sem hefđi engan misskilning í för međ sér og mikill kostur ađ einungis ţyrfti ađ breyta ţremur bókstöfum í okkar gamla ástkćra nafni. Auk ţess má fćra rök fyrir ţví eins og Halldór Haraldsson varaforseti Lífspekifélagsins bendir á í bréfi til höfuđstöđva Lífspekifélagsins sem birt er hér á vefnum ađ viđ erum í raun ekki ađ breyta nafni heldur lagfćra ţýđinguna á theosophia. Lítum nánar á ţađ.

Anna Valdimarsdóttir sálfrćđingur og forseti Lífspekifélagsins

Lesa greinina í heild hér


Bloggfćrslur 8. nóvember 2010

Um bloggiđ

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 96823

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband