Hvað gerist í þér ef þú hefur ekkert að gera ...

Hvað gerist í þér ef þú hefur ekkert að gera, enginn ætlast til neins af þér og þú þarft engar áhyggjur að hafa af framfæri þínu?

 

Geturðu unað við að vera þannig að gera ekkert, hafir enga sérstaka dægrastyttingu, talir svo að segja ekkert við fólk og alls ekki til að stytta þér stundir, sjáir kannski ekki einn einasta mann?

 

Sérðu þér fært að una við það eitt sem er eðlilegt hverjum manni og nauðsynlegt: svosem að draga andann, horfa á náttúrlegt umhverfi, ganga úti við, sitja eða rölta um og virða fyrir þér flæði hugsananna og neyta nauða fábreytts matar og drykkjar?

 

Hver þolir slíkt frelsi, frelsi sem býður ekki uppá neina valkosti — því ekkert er eftir nema það eitt að vera maður? En til þess að geta notað löng frí til hlítar til andlegra iðkana, eða það sem eftir er ævinnar ef þú ert kominn á ellilaun, verðurðu að þola þessa tegund af frelsi.

Úr fræðsluefni Sigvalda       

 

 

 

Hugleiðing og fræðsluefni frá Sigvalda. Á laugardögum kl. 14. Næst 15. janúar. Á laugardögum kl. 14:00 verður áfram hugleiðingarstund í hálftíma í sal félagsins niðri í umsjá Birgis Bjarnasonar. Kl. 14:30 mun hann svo kynna fræðsluefni úr safni Sigvalda Hjálmarssonar til kl. 15:00. Þá mun taka við hefðbundin dagskrá uppi í bókasafni eins og áður. Unnt er að sleppa hugleiðingunni kl. 14:00 ef fólk vill og mæta kl. 14:30. Mun án efa mörgum þykja fengur að því að geta kynnst betur hinum mikla fróðleik og leiðbeiningum sem þarna er að finna.  Heimasíða Birgis

Bloggfærslur 16. desember 2010

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 96816

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband