Tantra

 

Orðið tantra þýðir: ,,reglur til að stjórna eftir," reglur þess sem drottnar. Sú deild bókmennta sem hér um ræðir er talsverð að vöxtum, eða alls sextíu og fjórar bækur.

Ekki er vitað hver er höfundur þessarar stefnu. En séu þessi rit lesin niður í kjölinn kemur í ljós að þegar á Veda-tímanum fyrirfannst esóterískur skóli í hagnýtri heimspeki sem enn er til og starfað hefur óslitið gegnum allar þessar aldir.

Svo gerður sé stuttur samanburður á tantra-heimspekinni og öðrum stefnum má segja að hinn hinsti veruleiki sem kallast brahman í vedanta og púsusha í samkhya heitir shiva með tantristum. Samkvæmt vedanta er maya máttur brahmans, þ.e. sá máttur sem gerir birtingu alheimsins mögulega. Í samkhya kallast þessi máttur prakrti, en í tantra shakti sem beinlínis þýðir máttur.

Markmið tantrista er að upplifa einingu shiva og shakti, máttarins sem ríkir í alheiminum og hins hinsta veruleika, í óskiptilegri einingar-upplifun. ...

En tantrafræðin skoðast ekki einasta fræði, þau eru einnig esóterískt eða leynilegt yoga, og sem slíkur hefur tantrisminn ávallt verið hulinn dularhjúp og hrapallega misskilinn, einnig á Indlandi. ...

Sem fyrr er að vikið grundvallast allar stefnur í yoga á þeirri hugsun að maðurinn sé guðlegur í eðli sínu og bæði trúariðkun og yoga sé meðvituð viðleitni í þá átt að finna leið til að leiða þetta eðli fullkomlega í ljós. Í þessu samhengi fundu hinir fornu rishíar (rshi =sjáandi) og kenndu ýmsar leiðir sem allar kallast einu nafni yoga.

 

Hvað er kundalini-yoga? Úr ritum Sri Swami Gnaneswarananda. Brot úr grein sem birtirst  í vorhefti Ganglera frá árinu 1979. G.Á. endursagði.

 


Bloggfærslur 20. febrúar 2010

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 96835

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband