Máttar-yoga

 

Máttar-yoga


Það er útbreiddur misskilningur að árangur í æfingum sé sama og andlegur þroski. Einhver gæti verið búinn að fást við æfingar sem þessar áratugum saman, en það þarf ekki að þýða að hann hafi meiri andlegan þroska en sá sem aldrei hefur iðkað hugrækt. Fólki gengur afar misjafnlega að ná tökum á þessum æfingum, en það segir ekkert um andlegan þroska þess – sumir detta strax inn í þetta, en aðrir eru árum saman að ná tökum á því og gengur svo miklu betur þegar frammí sækir. Nú, þegar maður hefur náð þessu valdi – hvort og hvernig hugsanir myndast í huga manns, þá er til í dæminu að hefja annað stig yoga sem kallað er ýmsum nöfnum.

Algengast mun þó vera að kalla þetta annað stig yoga sakta-yoga, sem þýðir máttar-yoga, eða jnana-yoga, sem þýðir visku-yoga. Þetta annað yoga-stig er dulið – þær æfingar sem iðkaðar eru fær enginn að nálgast nema hann sé búinn að fara alveg í gegnum fyrsta stigið, og það er einmitt þetta annað stig yoga sem m.a. er verið að útskýra í Tantra-bókunum. Með þessum æfingum verða róttækar breytingar á sálrænni gerð mannsins, og þær er ekki óhætt að hafa um hönd fyrr en eftir hæfilegan undirbúning. Slík iðkun stefnir að viðvarandi hugljómun: sahaja-nir-vikalpa-samadhi.

Sigvaldi Hjálmarsson


Bloggfærslur 7. mars 2010

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 96835

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband