Hvers vegna segjum við að við ,,gleymum okkur"?

 

Hvers vegna segjum við að við ,,gleymum okkur"?

Vegna þess að þetta venjulega ,,ég" - þessi hrærigrautur úr hugsunum, löngunum, óbeit, vonum, draumum og minningum - er skyndilega alveg horfið.

Og þetta er þægilegt sálarástand, eiginlega hrein sæla.

Hvers vegna?

Vegna þess að öll okkar vansæla liggur í þessu venjulega ,,égi". Þegar það er horfið hverfur öll þjáning af sjálfri sér um leið.

Og þótt þú ,,gleymir" þér og ,,égið" hverfi þá ertu samt ekki í neins konar leiðslu. Þú ert ekki sofandi eða hættur að vera til. Þú hefur ef til vill aldrei verið meira lifandi. Þú ert orðinn annað, einhver annar miklu stærri og þögulli veruleiki.

Þessa reynslu þekkja allir.

Á slíkum andartökum hefurðu skýra vitund um dýpri veruleika sálarlífsins, líkt og þegar sést upp í heiðan himin milli skýja.

Þetta er ævintýri andartaksins. Það er svo nærri að við sjáum það ekki, svo sjálfsagður hlutur að við tökum ekki eftir því.

 

Sigvaldi Hjálmarsson - Eins og opinn gluggi. Tólf erindi um mystísk viðhorf.

 

 

 

 


Bloggfærslur 25. júní 2010

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband