Í leit að innsta eðli

 

Þér mun reynast auðvelt að hugleiða, aðeins ef þú heldur þér vakandi og veitir athygli því sem fram fer. Þetta mun einnig verða mjög þægileg upplifun og framkalla tilfinningalegt jafnvægi. Sumir segja mér að þeim finnist erfitt að hugleiða vegna þess að það séu svo margar hindranir og truflanir. Hver er ástæðan? Ef til vill hugsar þú þér að upplifa eitthvað eða að losna við eitthvað. Þetta truflar, því hugurinn verður upptekinn af að ná árangri eða finna tilgang. Ef þannig háttar til ertu að vinna með hugmyndir en ekki að ástunda hugleiðingu. Þegar þú hefur ekki vakandi athygli í hljóðum huga verða til erfiðleikar.



Við skulum varast að gera hugleiðingu flókna. Hún er í grundvallaratriðum einföld þótt þú ef til vill teljir svo ekki vera. Hugurinn ímyndar sér eitthvað margslungið vegna þess að hann rangfærir athöfnina og vill ekki horfast í augu við raunveruleikann. Það er allur vandinn. Þegar þú situr í hugleiðingu og verður var við líkamleg óþægindi finnurðu hvöt til að breyta stellingu og þú hreyfir þig í stað þess að beina athygli að óþægindunum. Þú snýrð frá því sem er, því sem þarna er að birtast þér. Þannig þekkirðu venjulega aldrei núið, raunveruleika þess sem er að gerast. Ef þú beinir athygli að tilfinningunni fyrir óþægindum geturðu fundið hvernig hugurinn leitar þæginda. Ef hann leitar þeirra ekki, er engin undirgefni við þægindi. Eða með öðrum orðum sagt, þegar hugurinn leita ekki eftir hinni svo nefndu hamingju, víkur hann ekki frá því sem er, núinu. Ef þú lætur stöðugt eftir löngun í þægindi muntu aldrei skilja raunveruleika óþæginda og þjáningar. Á meðan maður er ekki raunverulega meðvitaður um þjáningu getur ekki verið um að ræða umbreytingu sem leiðir til hugljómunar.


 

 Greinin í heild sinni

 

Chao Khun Sobhana Dhammasudh

 


Bloggfærslur 22. júlí 2010

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband