26. kafli - Kriya yoga vísindi

 

KRIYA YOGA VÍSINDI, sem oft hafa verið nefnd á þessum blaðsíðum, urðu víðfræg í Indlandi fyrir tilverknað Lahiri Mahasaya, sem var kennari meistara míns. Sanskrítar sagnorðið, rótin að kriya er kri, að gera, að starfa og svara athöfn. Sama rótin er í orðinu karma, sem er hinn eðlilegi grundvöllur orsaka og afleiðinga. Kriya yoga er þannig samband (yoga) við hið ei- lífa með sérstökum helgisiðum eða athöfnum (kriya). Yogi, sem fylgir þessari tækni samviskusamlega, er smám saman leystur undan karma eða hinum heimslegu orsakafjötrum.

Vegna sérstakrar fornrar yogaskipunar, get ég ekki skýrt kriya yoga til fullnustu í bók, sem ætluð er almenningi. Tæknin verð- ur að lærast af kriyaban, þeim, sem er kriya yogi. Hér verða bendingar einar að nægja.

Kriya yoga er einföld sáleðlisfræðileg aðferð, þar sem blóð mannlegs líkama er hreinsað af allri kolsýru og hlaðið aftur súr- efni. Atómum þessa aukasúrefnis er breytt í lífsstraum, sem yngir upp heilann og miðstöðvar mænunnar. Með því að koma í veg fyrir, að eitrað blóð safnist fyrir, er yoginn fær um að minnka eða hindra hrörnun í vefjum likamans. Lærður yogi breytir frumum líkamans í hreina orku. E1ía, Jesús, Kabír og aðrir spámenn voru meistarar í kriya yoga eða svipuðum að- ferðum. Þeir gátu afklæðst líkamanum að vild. Kriya eru forn vísindi. Lahiri Mahasaya öðlaðist þau frá meist­ara sínum Babaji, sem fann þau að nýju og skýrði lögmál þeirra. En þá höfðu þau verið glötuð á hinum myrku öldum. Babaji gaf þeim nafnið kriya yoga.  

 

 

Sjálfsævisaga yoga – Byrjunin á 26. kafla bókarinnar: Kriya yoga vísindi

 


Bloggfærslur 27. september 2010

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 96828

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband