Yama

Jóga Yama
 
7.febrúar - 14. mars
miðvikudagar kl. 19.30 - 21.30
í Gerðubergi
 


Yama er undirstaða allrar jógaástundunar, er grunnurinn sem allt jóga byggir á. Yama hjálpar okkur að efla og styrkja undirstöðurnar í lífi okkar. Við ástundun yama öðlumst við frelsi frá valdi huga og tilfinninga yfir lífi okkar og vitund.
Við leysum úr læðingi prönuna-lífsorkuna og sönnu gleðina sem liggja faldar hið innra í hindrandi tilfinningahnútum, steitu, kvíða og heftandi hugarferlum. Við eigum auðveldara með að lifa í núinu og verðum sjálf meira meðvituð sem skaparinn í okkar eigin lífi, förum að sjá samhengi hugsana, tifinninga, athafna og þess sem lífið færir okkur. Við öðlumst frelsi frá ótta, kvíða og vanlíðan allskonar og nálgumst það að lifa í einingarvitund. Kærleikurinn verður sterkari í okkar eigin lífi og um leið þeirra sem lifa með okkur hér á þessari guðdómlegu jörð.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestrar, öndunaræfingar, hugleiðsla, umræður, heimaverkefni og ástundun. Við munum m.a. tengja Yömurnar við 12 sporakerfið og heimssýn Dantes.

Farið verðu í: Orkustöðvar, Ahimsa, Satya, Astya, Brahmacharya, Aparigraha, Pratyahara, Dharana, Pranayama, samskiptamynstur í sjúku samfélagi og hvernig við getum stigið út úr þvi.

Námskeið fyrir alla þá sem vilja fara dýpra í jóganu sínu, lifa í kærleiksríkri einingarvitund og öðlast andlegt frelsi.

 

Sjá: http://www.kristbjorg.is/islenskt/islensk.htm


Bloggfærslur 26. janúar 2011

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband