Hvað opnar Da Vinci lykillinn?

Árið 1945 fann egypskur bóndi forn handrit í leirkrukku af tilviljun rétt hjá þorpinu Nag Hammadi við rætur Jabal-al Tarif fjalls um 300 mílur frá Kaíró. Þetta reyndust vera 52 rit frá frumkristni rituð á koptísku, þ.e. þýðingar á handritum upphaflega rituðum á grísku, og var þeim endanlega komið fyrir á koptíska safninu í Kaíró. Fundur þessi kom á óvart og leikur enginn vafi á því að hann á eftir að hafa feikileg áhrif. Er fréttist um fundinn fóru nokkrir nemendur í Harvard háskóla, þar sem Elaine Pagels stundaði nám, að læra koptísku til að geta lesið handritin sem fundust. Þetta var mikið verk og eftir að ónefndir aðilar höfðu reynt að tefja verkið með ýmsum hætti og af ástæðum sem koma hér síðar í ljós, komu rit þessu loksins út í enskri þýðingu árið 1977. Var próf. Pagels í hópi þýðenda og gjörþekkti því allt þetta mál. Hefur hún hlotið einróma lof fyrir vönduð og vísindaleg vinnubrögð. Hún fæddist 1943 í Kaliforníu, útskrifaðist með B.A. próf frá Stanford háskóla 1964 og 1965 með M.A.próf. Eftir það stundaði hún nám við Harvard háskóla þar sem hún tók doktorspróf í heimspeki og tók jafnframt þátt í þýðingu Nag Hammadi handritanna. Nú er hún – eins og áður sagði – prófessor í frumkristnifræðum við Princeton háskólann. Bók hennar, Gnostísku guðspjöllin, hefur hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Síðan hefur hún skrifað fleiri bækur sem einnig hafa hlotið frábærar viðtökur eins og t.d. Tómasarguðspjall.

Fyrsta spurning okkar hlýtur að vera: Hvers vegna voru handrit þessi falin allan þennan tíma, í yfir 1600 ár? Því er til að svara að þegar á 2. öld e. Kr., er kirkjan var smám saman að festa sig í sessi sem stofnun, urðu miklar deilur og reyndu valdamenn kirkjunnar að brenna þessi rit eða eyðileggja til að koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra vegna þess að innihald þeirra var þeim ekki að skapi, þar sem það studdi ekki valdabaráttu þeirra. Þarna er að finna bækur eins og Tómasarguðspjall, Filipusarguðspjall, Guðspjall sannleikans, Launbók Jakobs, Opinberun Péturs, Guðspjall Maríu (Magdalenu) o.fl. 52 bækur alls. Irenæus biskup í Lyons skrifaði rit sem hann kallaði Eyðileggingu og kollvörpun falskrar þekkingar þar sem hann ræðst á þessi rit sem hann segir vera full af guðlasti og villutrú. Hins vegar litu höfundar þessara rita ekki á sig sem villutrúarmenn, þeir voru það aðeins í augum valdamanna kirkjunnar. Eftir að Konstanínus keisari veitti kristnum mönnum trúfrelsi árið 313 e. Kr. og kristni varð ríkistrú í Rómaveldi árið 380 gáfu biskuparnir, sem áður höfðu verið ofsóttir, nú skipanir. Nú var valdið þeirra. Það var glæpur að eiga bækur sem ekki samrýmdust kenningum kirkjunnar og bókabrennur urðu tíðar. Um páskaleytið árið 367 gaf erkibiskupinn í Alexandríu út þá skipun til munka á Egyptalandi, að þeir skyldu eyðilegga eða brenna þessi óæskilegu rit sem munkunum féll svo vel við, en þeir mættu eiga 27 rit sem talin voru upp. Var þetta í fyrsta sinn sem þau 27 rit sem síðar mynduðu Nýja testamentið voru talin upp. Þess má geta hér, að sérfræðingar á þessu sviði játa, að þeir vita í rauninni ekki hverjir voru höfundar þessara guðspjalla Nýja testamentisins. Þeir hafa verið nefndir eftir tveimur postulum, Matteusi og Jóhannesi og fylgjendum þeirra, Markúsi og Lúkasi. En hverjir hinir raunverulegu höfundur voru er ekki vitað.

Halldór Haraldsson - Hvað opnar Da Vinci lykillinn?

Lesa í heild hér:  

http://lifspekifelagid.is/greinasafn/ja/halldor_haraldsson_hvad_opnar_da_vinci_lykillinn_2.html


Bloggfærslur 11. október 2011

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 96431

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband