Þróun búddismans

Í indverskri heimspeki hafa ríkt tvær meginstefnur eða hefðir. Önnur þeirra á rætur í atma kenningu Upanishada, hin í anatma kenningu Búddismans. Veruleikinn er skilinn á tvennan aðgreindan og ósamrýmanlegan hátt. Upanishödurnar og heimspekikerfið, sem fylgt hefur Brahman hefðinni, telja veruleikann vera innri kjarna, sál eða sjálf, þ.e. atman, sem sé óbreytilegur og samur í sjálfum sér, en þó ekki tengdur eða að minnsta kosti ekki fasttengdur hinu óstöðuga og breytilega ytra sviði, sem hann er mitt inni í. Þetta viðhorf til veruleikans hefur verið nefnt kjarnaviðhorf (atma vada). Í róttækustu mynd sinni, t.d. í Advaita Vedanta, afneitar þetta viðhorf veruleika þess, sem er virðist vera óstöðugt og breytilegt, þ.e. veruleika hins margbrotna, sem er talinn blekking. Þessi hefð viðurkennir ekki aðeins atman, heldur lítur til allra hluta út frá kjarnaviðhorfinu. Atman er miðpunktur allrar háspeki, þekkingarfræði og siðfræði. Í þekkingarfræði skýrir kjarnaviðhorfið eininguna og heilleika reynslunnar. Það skýrir betur en aðrar kenningar; skynjun, minni og þá staðreynd, sem maður er. Fjötrarnir eru fáfræðin um sjálf sitt eða að samsama sjálfið eða samjafna því við það, sem það er ekki. Frelsi felst í aðgreiningu þessa. Með því að losna við heim margbreytileikans, skynjun, ímyndun, hugsanir, óskir, tilfinningar o. s. frv., nálgumst við hið sanna sjálf. Þegar þetta sjálf hefur verið hreinsað af hinu ytra, er það eitt og hið sama og alheimssjálfið, hið algilda eða Brahman. Samsömun hins smæsta við hið stærsta, innsta eðlis mannsins við guðdóminn, er hin æðsta blessun. Með því að sameinast Brahman í mystískri eða trúarlegri reynslu, verður sálin frjáls.

 

Úr greinasafni Jóns L. Arnalds

 

Lesa greinina í heild:  

http://lifspekifelagid.is/Jon_L_Arnalds/Um_Throun_Buddismans.html


Lífspekifélagið um helgina

 

25. nóv. Föstudagur kl 20:30 Þorvarður Helgason: Hlutskipti manneskju. Menn fæðast á þessa jörð og vita ekki um allt sem þeir búa yfir.

 

26. nóv. Laugardagur kl 15:30 Jón Ellert Benediktsson fjallar um Meister Eckhart. (Breyting fá áður auglýstri dagskrá).

www.lifspekifelagid.is

 


Bloggfærslur 1. desember 2011

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 96424

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband