Hvað er hugleiðsla (hugleiðing)?

 

Hugleiðingu má líkja við að læra á hjóli, hún er í því fólgin að komast uppá lag með ... Fyrst er hún lítið annað en reyna - og mistakast. En í endurteknum mistökum býr sú list að heppnast.

Allt í einu kemur lagið - einsog þegar heppnast að halda jafnvægi á reiðhjóli litla stund.

Lagið er - sama hvaða hugleiðingaraðferð er beitt - það eitt að geta sorterað sundur hugsunarstarfið og hreina varurð, það sem þú býrð til og það sem er, og verið stundarkorn ekkert annað en hið síðara.

Þetta er: að lifa andartakið.

Í andartakinu er kyrrð. Öll ókyrrð er ættuð úr fortíð eða framtíð. Það er alltaf fullkomið í sjálfu sér; að lifa það er alger viðurkenning á því sem er.

Andartakið er sannleikurinn um lífið.

Þegar einstök atriði hugsunarstarfsins draga áhuga þinn með sér hverfur andartakið og hin hreina varurð mengast afstöðum og samanburði. Þegar hugsunarstarfinu sleppir og áherzlan er aftur á því að virða fyrir sér kemur andartakið í ljós á ný.

 

Sigvaldi Hjálmarsson - Eins konar þögn. Ábendingar í hugrækt 


Bloggfærslur 22. júní 2011

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 96440

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband