Bloggfrí

 

Smá bloggfrí framundan, tölvan á leið í viðgerð.

 

 

Venjulega er hugur okkar fullur af ímyndunum, hugsunum og togstreitu sem draga úr hreinleika hans og skilvirkni. Ef við getum komist upp á lag með að hreinsa slíkt út, verður hugurinn það sem kallað er hljóður hugur. Með réttri beitingu athygli, með vakandi athygli, skarpri glaðvakandi athygli gerum við hugann hljóðan og vitundin sem hefur lent á bak við kemur betur í ljós. Hljóður hugur skyggir ekki á vitundina, hún getur aðeins skinið gegnum slíkan huga.

     Lykilatriðið er athygli, að hafa athygli á hugsunum sínum, eðli þeirra, orsökum, tilætlunum og afleiðingum. Af sjálfu sér leiðir að sama athygli er á öllum afleiðingum hugsana eins og tilfinningum, líferni, heilsu, framkomu, hegðun, viðmóti og látbragði. Ef við sýnum viðmót sem er ekki í samræmi við hljóðan huga eða vitundina, veltur á öllu að veita því athygli á þeirri stundu sem það gerist. Ef það tekst, leysist upp af sjálfu sér það viðmót sem er ekki í samræmi við hljóðan huga eða vitundina. Vakandi athygli viðheldur samræmi milli hugar og vitundar. Heill maður er sá sem býr yfir samkvæmni og jafnvægi milli hreinleika vitundarinnar og hugans. Við það samræmi verður öll ytri framkoma til góðs.

Birgir Bjarnason - Ormurinn

Bloggfærslur 5. júlí 2011

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 96440

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband