Að breyta karma sínu

 

Þið verðið mjög alvarleg þegar þið eigið við mikil vandamál að stríða , og á sama tíma áttið þið ykkur ekki á því að þið eruð alltaf að skapa ykkur vandamál. Þegar um minniháttar vandamál er að ræða hugsið þið með ykkur, “Æ, þetta er nú ekkert mál, og ég get því auðveldlega séð um þetta.” Svona hugsið þið, jafnvel án þess að vita hvernig þið munið takast á við vandamál ykkar.

Um daginn sagði Tatsugami Roshi, “Tígrisdýrið fangar músina með öllum mætti sínum.” Tígrisdýr lætur sér ekki fátt um finnast þótt bráðin sé smávaxin. Það fangar og gleypir mús rétt eins og um kýr væri að ræða. En að öllu jöfnu, þrátt fyrir ykkar mörgu vandamál, þá hugsið þið með ykkur að þau séu minni háttar, og því álítið þið sem svo að ekki þurfi að leggja neitt á sig.

Mörg þjóðfélög heimsins haga utanríkismálum sínum með svipuðum hætti: “Þetta er minni háttar vandamál. Þetta verður í lagi, svo lengi sem við brjótum ekki alþjóðalög. Við getum farið í stríð, svo lengi sem við beitum ekki kjarnorkuvopnum.” En á endanum leiðir minniháttar deila til meiri háttar rifrildis. Því er það svo að ef þú kannt ekki að leysa vandamálin í daglega lífinu, hversu smávægileg sem þau virðast, þá lendirðu í meiri háttar vanda síðar meir, sama. Þetta er karma-lögmálið. Slæmt karma byrjar smátt, en það eykst með vanrækslunni.

 

Shunryu Suzuki-roshi

 

Lesa í heild HÉR


... the river of life that leads to Non-Being

 

Better than power over all the earth, better than going to heaven, and better than dominion over the worlds is the joy of the man who enters the river of life that leads to Non-Being.

 

The Dhammapada


Bloggfærslur 17. janúar 2012

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 96422

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband