Er maðurinn í eðli sínu góður eða slæmur?

 


Er maðurinn í eðli sínu góður eða slæmur? Sitt sýnist hverjum þegar þessa spurningu ber á góma. Hugmyndin um eðlislæga eigingirni og árásarhneigð manneskjunnar var lengi ríkjandi í vestrænni menningu en á síðustu áratugum hefur þessi svartsýni á mannlegt eðli vikið fyrir bjartsýnni skoðunum sem eru nær þeim sem koma til dæmis fram í búddískri heimspeki. Þar er gert ráð fyrir að grundvallareðli manneskjunnar einkennist af kærleik og samhygð. Ögun hugans er kjarninn í kenningum Búdda og vestrænir vísindamenn eru nú margir þeirrar skoðunar að umhyggja fyrir öðrum eigi sér djúpar rætur í mannlegu eðli. Við getum orðið bæði umhyggjusöm og kærleiksrík eða ofbeldisfull og andstyggileg; allt eftir því hvaða þætti við leggjum rækt við í fari okkar.
   Vangaveltum um eðli mannsins verður sennilega seint svarað með vísindalegri nákvæmni. Samt varða þær okkur öll vegna þess að sýn mín á manninn litar hugann sem ég ber til samvisku minnar og hlutverks hennar í lífi mínu. Sá sem trúir því að í manninum búi ill öfl og ólgandi eðlishvatir sem halda verði niðri hefur aðra afstöðu til samvisku sinnar en sá sem trúir því að maðurinn búi yfir meðfæddri tilhneigingu til að leita heilbrigðis og þroska.

 

Anna Valdimarsdóttir (Forseti Lífspekifélagsins) - Ástríðufull samviska

 

Lesa greinina í heild hér.

 

Þann 13. janúar hefst dagskrá Lífspekifélagsins að nýju.


Bloggfærslur 5. janúar 2012

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 96422

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband