Í hljóðum huga ...

 

Í hljóðum huga ertu að byrja að verða var við sjálfan þig einsog þú ert. Þetta sem jafnaðarlega fer fram í huganum, hughræringarnar, má skilgreina sem hulu sem dylur þig fyrir sjálfum þér.

Þarmeð hefst leið sjálfsþekkingarinnar sem felst í að upplifa sjálfan sig uppá nýtt andartak framaf andartaki.

Samt sérðu ekki eitthvað nýtt. Þú ert eitthvað nýtt. Þú er fyrir alvöru farinn að vita með því að vera.

Með orðum verður því eigi lýst sem þú ert. En það sem ríkir í hljóðum huga hlýtur að kallast kyrrð. Einhver óskilgreinanlegur óendanleiki, kyrr og óbifanlegur, gæddur eðli lífs og vitundar, kemur í ljós þegar innihald hugans, hughræringarnar, þokast um set.

Sú kyrrð er vitundin sjálf, ódulin, ótrufluð, þú sjálfur, ekki það sem gerist, heldur það sem er. Vitundin hefur vitund um sjálfa sig.

Nánar: Vitund þín í því ástandi sem kallast hljóður hugur  er bakgrunnur alls sem gerist alla tíð bæði nú og áður. Munurinn er einungis sá að áður hafði það sem gerðist þig á valdi sínu. Nú finnurðu þig vera það sem er og verður var við sjálfan þig virða fyrir þér það sem gerist.

 

Sigvaldi Hjálmarsson

 

 

Meira um Sigvalda Hjálmarsson: http://www.gudspekifelagid.is/sigvaldi_hjalmarsson.htm 


Bloggfærslur 9. nóvember 2012

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 96423

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband