Ekkert skiptir máli nema hið óþekkta

Vitundin getur eins og rifnað upp, upplifað geysisterkt allt hið skynjanlega, og þetta getur gerst svo snöggt og verið svo fíngert að erfitt reynist að taka eftir því.

Síðan verður allt aftur eins og áður, a.m.k. í langflestum tilfellum. Þetta ástand má segja að einkennist af vitundarglömpum og með auknum þroska verða þeir sífellt tíðari.

Þegar þeir hafa einu sinni byrjað þá er víst að á þeim verður framhald. Sá möguleiki yfirgefur okkur aldrei en við verðum jafnframt að beita hugann vissri ögun.

Ef þú hefur verið svo lánsamur að einhver þessara glampa hefur verið nægilega sterkur, þá hefur orðið breyting á lífi þínu sem verður ekki aftur tekin. Eftir það er um að ræða sífelldar breytingar á vitundinni, þótt þær geti komið í litlum skömmtum. Eftir slíkan glampa veistu að ekkert skiptir verulega máli í þessu lífi nema það sem við tekur en er ekkert nema óljós vitund um. Ekkert skiptir máli nema hið óþekkta. Þá veistu jafnframt að öll ánægja, allur auður sem þér kann að hlotnast, öll upphefð, sorg og gleði, skiptir ekki máli – er hégómi í samanburði við það sem getur orðið og mun verða.

Þessi vitneskja dvelur innra með þér jafnvel þótt þú gleymir þér um tíma í sorgar- og gleðidansi lífsins. 

Birgir Bjarnason – Vitund, hugur og við

http://www.hugleiding.com/Birgir.html 

 


Bloggfærslur 22. desember 2012

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband