Zen iðkun byggir á öndun og vakandi athygli - Námskeið

 

Zen iðkun byggir á öndun og vakandi athygli. Þjálfunin fer aðallega fram í hugleiðsluæfingum sem kallast zazen eða sitjandi Zen. Við bjóðum alla velkomna að iðka með okkur og mælum með því að áhugasamir komi fyrst á zazen leiðbeiningu.

Næsta leiðbeining er mánudaginn 5. mars kl.19:00 og hægt er að skrá sig með því að senda póst á zen@zen.is

 

Zen á Íslandi – Nátthagi var formlega skráð sem trúfélag þann 14.júní 1999. Kennari trúfélagsins og ábóti er Jakusho Kwong-roshi. Fyrsti forstöðumaður trúfélagsins var Óskar Daian Tenshin Ingólfsson.

Markmið Zen á Íslandi – Nátthaga er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen búddismans -

“TIL VAKNINGAR, BLESSUNAR OG VERNDAR FYRIR ALLAR VERUR.”

Aðsetur Nátthaga er  á Grensásvegi 8, 4.hæð, 108 Reykjavík.

Núverandi forstöðumaður er Helga Kimyo Jóakimsdóttir. Kwong-roshi vígði þrjá meðlimi í Zen á Íslandi sem presta þann 12.október 2008, en það voru þau Helga Kimyo Jóakimsdóttir, Ástvaldur Zenki Traustason og Óskar Daian Tenshin Ingólfsson, sem lést í ágúst 2009. Þar með var þeim þremur veitt umboð til þess að framkvæma trúarlegar athafnir innan trúfélagins og gegna leiðandi hlutverki í starfi þess. Í júní 2011 voru Helgu Kimyo og Ástvaldi Zenki veitt nafnbótin Hoshi (Dharma Holder) af Kwong-roshi og þar með gefið umboð til þess að sinna embættisstörfum Kwong-roshi í fjarveru hans.

Fyrir formlega stofnun trúfélagsins hafði félagið, sem þá gekk venjulega undir nafninu Zen hópurinn, starfað óslitið  frá árinu 1986 undir stjórn Kwong-roshi. Í fyrstu fór starfsemi hópsins fram í húsakynnum Guðspekifélagsins á Ingólfsstræti 22, og síðar til margra ára í húsakynnum á vegum Menningarmiðstöðvarinnar í Gerðubergi. Í janúar 2007 festi félagið kaup á húsnæðinu á Grensásvegi 8.

Trúfélagar í Zen á Íslandi voru um áramótin 2011 85. Þeir sem hafa formlega tekið búddísk heit eru um 30, en fjölmargir hafa iðkað Zen með okkur í gegnum árin til lengri eða skemmri tíma.

Trúariðkun Zen búddista kallast zazen, sem þýðir sitjandi hugleiðsla, og Nátthagi býður félagsmönnum sínum og öllum öðrum að stunda zazen alla daga vikunnar nema sunnudaga. Félagið stendur einnig fyrir fyrirlestrum, leshringum, kynningum á hugleiðsluiðkun, og lengri námskeiðum í Zen iðkun. Kennari Nátthaga, Zen meistarinn Jakusho Kwong-roshi kemur hingað til lands árlega til þess að leiðbeina og kenna nemendum sínum, og leiða nokkurra daga samfellda dagskrá, þar sem nemendurnir iðka Zen sameiginlega í þögn frá morgni til kvölds. Roshi hefur einnig haldið fjölmarga opinbera fyrirlestra á því 25 ára tímabili sem hann hefur komið til Íslands.

Öllum er velkomið að taka þátt í starfi trúfélagsins Zen á Íslandi – Nátthaga, óháð trúarskoðunum. Þeir sem þess óska eru boðnir velkomnir í trúfélagið.


Bloggfærslur 21. febrúar 2012

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 96422

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband