... fyrir kemur að hugurinn gleymir sér andartak ...

 

Meðan hugurinn starfar reikar hann um í skógi hugsana - milli verkefna, dagdrauma, vandamála, skynáreita osfrv. Þetta rölt hans er svo tímafrekt að það fangar alla athyglina og við segjum: Þetta er lífið, þetta erum við. Athyglin er búin að festa sig við hið ytra, límið er hinn skynjaði ytri heimur og leikur hugans með hann. Alveg þar til hann verður leiður eða uppgefinn og hvílir sig um stund í óreiðu draumalandsins.

Hið ytra er viðfang, hlutrænt fyrirbæri – þar sem hugurinn unir svo mikið við þau fyrirbæri gerir hann sjálfan sig og afrek sín að hlutrænu fyrirbæri. Hugurinn verður hluti hins ytra. Hann bindur athyglina við hlutræn fyrirbæri og tekur sjálfan sig með. Við úthverfumst, samkennum okkur við hið ytra. Þetta er svo umfangsmikið verkefni að hugurinn segir: það er ekki hægt að hætta að hugsa, það er ekki hægt að hugsa ekki neitt.

Þannig höfum við týnt okkur í hinu ytra. Við höfum glatað hinu innra út í þessa starfsemi. Við höldum að hugurinn sé aðalmálið. Hann geti nánast allt og hans verkefni sé að finna lausnir. En spurning hvort hugurinn leysi nokkur mál. Ef til vill velkist hann aðeins um með þau í fanginu og veit oft ekki hvað hann er með.

En fyrir kemur að hugurinn gleymir sér andartak. Rekur tærnar í farangurinn og dettur um sjálfan sig, missir af lestinni og tekur jafnvel ekki eftir að hann er staddur í einskismanns landi þar sem ekkertið býr. Þá kemur fyrir að það sem áður var vandamál er ekkert vandamál, það sem áður var merkilegt hugarstarf er ekkert sérstakt og það sem áður var lausnaleit er aðeins endurröðun á kubbum hugans. Athyglin er flutt á annan stað og bindur sig við ekkert. Skilvirkar lausnir koma fram úr ekkertinu, þær fæðast helst þegar hugurinn spinnur ekki lengur vef sinn og hættir um stund að setja mark sitt og eign á það sem fyrir kemur.

Í andrúmslofti ekkertsins kemur vitundin fram klæðalaus án andlits, væntir einskis, krefst einskis. Breiðir faðm athyglinnar um ekkert sérstakt og þar með allt. Gerir engan mun á öllu eða engu. Við höfum hætt að vera eitt af þessum hlutrænu fyrirbærum og stöndum utan við allt ytra. Þar sem ekkertið býr er ekkert ytra né innra. Þar er aðeins heild. Vitundin verður sú heild sem hún þegar er.

 

Birgir Bjarnason (http://hugleiding.com/Birgir.html)


Bloggfærslur 9. febrúar 2012

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 96422

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband