Er Jesús mýta?

 

Mýta er annað orð yfir helgisögu. En helgisaga er gömul flökkusaga, munnmælasaga eða þjóðsaga sem getur flutt ákveðinn boðskap og sannindi, en hefur ekki gerst í raunveruleikanum. Og þeir eru til sem halda því fram að Jesús sé einmitt ekkert annað en helgisaga, að hann hafi í raun og veru aldrei verið til sem raunveruleg persóna.

Var hann söguleg persóna, eða var hann kannski aðeins helgisaga? Hvernig getum við vitað hvort heldur er? Við höfum auðvitað heimildirnar í Nýja testamentinu. Utan þess eru fáeinar óháðar heimildir til sem sumar nefna Jesú eða persónu sem gæti verið hann. Rómverski sagnfræðingurinn Tacitus (56 -117) er einn þeirra. Annar er líklega Flavius Josefus, herforingi Gyðinga sem gerðist sagnaritari eftir fall Jerúsalem árið 70. Rómverski rithöfundurinn Suetonius ( 69 -130) vissi líka af tilvist hins kristna safnaðar í Róm um það leiti sem guðspjöllin voru rituð.

En við verðum að átta okkur á því að skorturinn á heimildum á ekki aðeins við Jesú, heldur allar frægar sögulegar persónur fornaldarinnar. Að Jesús var nefndur yfirleitt í heimildum utan hinna kristnu frá þessum tíma, sýnir að hann var það miklivægur að rithöfundar töldu það þess virði að nefna hann.
Svo hafa líka ýmsir bent á að áhrif Jesú voru slík að ef hann hefði ekki verið til, þá yrðum við að finna einhvern eins og hann til að gegna því hlutverki sem hann gengdi.

Auðvitað er margt óljóst kringum textana og söguna frá tíma Jesú. Eins og til dæmis spurningin um það hvaða ár Jesús fæddist, hvar hann fæddist, og svo framvegis. Það sem við vitum fyrir víst er að Jesús stígur fram úr myrkri sögunnar kringum fimmtánda stjórnrár Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu, Heródes Antipater fjórðungsstjóri í Galíleu, Filipus bróðir hans fjórðungsstjóri í Ítúreu, í æðstapreststíð Annasar og Kaífasar. Þetta var rúmlega 30 árum eftir upphaf tímatals okkar. Við vitum að hann starfaði opinberlega í eitt til þrjú ár og var síðan krossfestur – en krossfestingin var aftaka sem Rómverjar önnuðust.

Lærisveinar hans sögðust síðan hafa séð hann upprisinn og það að þeir vitnuðu um upprisuna með líf sitt að veði, að þeir fórnuðu því fyrir þessa trú sína, það vitum við líka. Hvort Jesús fæddist ári 5 f.Kr, árið 0 eða árið 6, um vetur, vor, sumar eða haust – það er síðan algert aukaatriði.

Ég er sannfærður um að Jesús var söguleg persóna og tel okkur hafa meir en nægar sannanir fyrir því í heimildum fornaldarinnar.

 

Þórhallur Heimisson - Sjá: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Thorhall_Heimisson/-er-jesus-myta


Bloggfærslur 4. júlí 2012

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband