Svo lengi sem þú skiptir þér í tvennt ...

Svo lengi sem þú skiptir þér í tvennt, í þann sem skynjar og það sem er skynjað, þá mun vera gjá milli þín og veruleikans. Þess vegna segi ég endurtekið að þú þurfir að gleyma sjálfinu, sjálfinu sem þú heldur að þú sért. Þá hefur þú tækifæri til að uppgvöta hver þú raunverulega ert.
Jakusho Kwong - roshi. No Beginning, No End

Djúpslökun og endurnæring

 

Djúpslökun og endurnæring með Ægi hefst 7. nóvember
Yoga Nidra
Allir velkomnir byrjendur og lengra komnir.
Yoga Nidra iRest er útafliggjandi  hugleiðsluaðferð þar sem líkaminn er notaður til að ná kjarnahugleiðslu. Kjarninn sem geymir alla þá eiginleika sem til þarf að lifa ánægjulegu lífi.
Sex tímar 1x viku. Hver tími er 75 mín.
Kostir: Meiri orka, meiri árangur á öllum sviðum, meiri sköpunarkraftur, betri svefn, betri samskipti við aðra, minnkar verki af öllu tagi, minnkar kvíða og áhyggjur o.s.frv., o.s.frv.

Hámarks fjöldi iðkenda 16 manns.
Tveir hugleiðsludiskar verða afhentir á násmskeiðinu.
Þátttakendur hafa aðgang að leiðbeinanda gegnum síma og tölvupóst 

Umsagnir: 

Ég hef verið í stjórn hjá íþróttafélögum og tekið allt of mikið að mér. Ég sagði bara alltaf já við öllu sem ég var beðin um að gera. Eftir þetta námskeið get ég meira stjórnað þessu. Sagt að ég geri það ef ég get og þegar ég get í stað þess að vera að drukkna í verkefnum sem ég get ekki klárað. Námskeiðið hefur líka hjálpað mér að ná stjórn á þrálátum verkjum. NN. 
 
Eftir þetta námskeið hef ég meiri stjórn á Tourette kækjunum mínum og þeir hafa minnkað mjög mikið. HH. 
  
Að iðka Yoga Nidra hefur hjálpað mér með svefn. Ég er fljótari að sofna og sef dýpra og lengur. IS. 
 
Ég er farin að átta mig betur á streituviðbrögðum mínum eftir þetta námskeið. Ég get kúplað mig frá henni með nýjum aðferðum. NN. 

Mér líður vel hérna og á eftir tímann. Ég gríp oft til varaöndunarinnar og líkamsöndunarinnar. Þannig að ég slaka á og lifi í nú-inu.VG. 
 
Ægir Rafn Ingólfsson, jógakennari og tannlæknir. Ægir er með 500 klst yoga-kennsluréttindi frá Kripalu í Bandaríkjunum. Jafnframt hefur hann kennararéttindi í yoga nidra - iRest - frá Integrative Restoration Institute í Bandaríkjunum. Stjórnað af Richard Miller. Hann er búinn að kenna yoga síða 1999 og yoga nidra síðan 2008.
Athugið að einkatímar með Ægi til að dýpka lærdóminn og ráðgjöf eru í boði.


Bloggfærslur 5. nóvember 2013

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband